
Dagný Brynjarsdóttir mætti til viðtals við fréttaritara Fótbolta.net í Bern í Sviss að loknu 2-0 tapi Íslands gegn heimakonum í Sviss á EM þar í landi fyrr í kvöld . Fyrsta spurningin til Dagnýjar sneri að tilfinningum hennar eftir tapið sem þýðir að Ísland er úr leik á mótinu þótt enn sé einn leikur eftir af mótinu,
Lestu um leikinn: Sviss 2 - 0 Ísland
„Þetta er ákaflega svekkjandi. Við ætluðum okkur stærri hluti á þessu móti og erum ekki komnar með stig sem þýðir að við erum út úr þessu móti.“
Um leikinn sjálfan og þróun hans sagði Dagný.
„Mér fannst þetta heilt yfir frekar jafn leikur Og mér fannst út frá upplifun á vellinum að þegar þær skora fyrsta markið við vera með þær þá og markið aðeins gegn gangi leiksins. Svo skora þær annað markið þegar við reynum að sækja mark. Fótboltaleikur snýst um að skora mörk og við náðum ekki að koma honum yfir línuna í dag. “
Fyrra mark heimakvenna í kvöld var af ódýrari gerðinni að mati margra og hafði Dagný um það að segja.
„Já þetta var ódýrt mark Ég bið um boltann og fæ erfiða sendingu. Ég hefði viljað ná að brjóta eða setja hann í fyrsta yfir sem gekk ekki. Við erum opnar og þetta kemur upp úr uppspili hjá okkur og við náum því miður ekki að stoppa það.“
Ísland hefur verið með á síðustu fimm Evrópumótum en aðeins einu sinni tekist að komast upp úr riðlinum. Gerir það þetta eitthvað sérstaklega svekkjandi?
„Já við vorum alveg í skotfæri að komast áfram. Jöfn lið og jafnir leikir en þetta féll ekki með okkur núna. “
Sagði Dagný en allt viðtalið við hana má nálgast í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir