Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
Óskar Hrafn: Ekkert grín að vera með þrjá fullvaxta karlmenn sem fá að faðma þig
Á tvo fulltrúa í íslenska liðinu - „Átti alveg von á því að hún yrði í þessum sporum"
Þorgerður Katrín: Ég hef alveg upplifað það verra
Pabbi Karólínu: Hún hafði einhverja áru yfir sér
Goðsögnin Ásta B: Þetta eru bara heimsklassa leikmenn
Kærasti Glódísar: Eigum við ekki bara að segja að það komi í ljós?
„Erfiðara að horfa á börnin mín en þegar ég var sjálf að spila"
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
   sun 06. júlí 2025 20:35
Alexander Tonini
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Hún er bara ótrúlega sæt. Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum. Siðast voru við hinum megin við götustíginn og þá sóttum við dollu. Núna komum við yfir göngustíginn og sækjum þrjá punkta. Okkur líður mjög vel í Laugardalnum", sagði Ívar Örn Árnason eftir sigur á KR í Laugardalnum og minntist þess að síðast þegar liðið spilað í Laugardalnum þá urðu þeir Bikarmeistarar.

KA sigraði Víking 2-0 í úrslitaleik Mjólkurbikarsins í fyrra, og leikmenn liðsins eiga því góðar minningar úr Laugardalnum. Þessar minningar dvínuðu svo sannarlega ekki eftir úrslit dagsins – þvert á móti voru þær rifjaðar upp á nýjan leik.

Lestu um leikinn: KR 1 -  2 KA

Ívar Örn var í banni í síðustu umferð þegar KA menn fengu Val í heimsókn og töpuðu 2-5 þar og hefðu geta fengið á sig enn fleiri mörk. Það var allt annað að sjá til varnarleiksins í dag og alveg greinilegt að liðaði saknaði fyrirliðans í síðasta leik.

„Hann var bara rosalega vel drillaður. Mjög vel settur upp leikur hjá þjálfarateyminu og við vissum nákvæmlega hvernig við vildum hafa þá. Hvaða leikmenn við vildum hafa á boltanum, hvert við vildum ýta þeim, hvert við vildum þrýsta þeim. Það gékk einhvern veginn allt upp í dag"

KA menn náðu að rífa sig upp úr fallsæti að minnsta kosti tímabundið en þurfa að stóla á að Stjarnan sigri FH annað kvöld. En ætlar Ívar að horfa á leikinn og halda með Stjörnunni?

„Já, já en mér finnst samt mjög skrítið að halda með einhverju liði eða eitthvað. Það eina sem þarf að gera er að líta inn á við. Ef við spilum svona agaðan bolta eins í dag þá þarf ég ekki að hafa neinar áhyggjur af framhaldinu"

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner