„Nei það fannst mér nú ekki. Auðvitað er það þannig að það eru margar leiðir til að vinna og nálgast fótboltaleiki. Ég sá tvær gjörólíkar leiðir og mér fannst KA menn ekki gera nægilega mikið til þess að fá eitthvað út úr þessum leik.
Við þurfum að taka ábyrgð á því að þeir þurftu ekki að gera meira, þar liggur okkar ábyrgð", sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson eftir tapið, þegar hann var spurður út í sanngirni úrslitanna.
KR missti af gullnu tækifæri til að skjóta sér upp í efri hluta töflunnar – sigur hefði tryggt þeim 6. sæti, sama hvernig önnur úrslit hefðu fallið. Það gerir tapið enn bitrara, sérstaklega í leik þar sem flestir, ef ekki allir, spáðu þeim sigri. En KA tók til sinna ráða, sýndi karakter og fer nú norður með þrjú mikilvæg stig.
Við þurfum að taka ábyrgð á því að þeir þurftu ekki að gera meira, þar liggur okkar ábyrgð", sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson eftir tapið, þegar hann var spurður út í sanngirni úrslitanna.
KR missti af gullnu tækifæri til að skjóta sér upp í efri hluta töflunnar – sigur hefði tryggt þeim 6. sæti, sama hvernig önnur úrslit hefðu fallið. Það gerir tapið enn bitrara, sérstaklega í leik þar sem flestir, ef ekki allir, spáðu þeim sigri. En KA tók til sinna ráða, sýndi karakter og fer nú norður með þrjú mikilvæg stig.
Lestu um leikinn: KR 1 - 2 KA
Leikurinn var opinn og skemmtilegur en það vantaði mörkin í fyrri hálfleik og KA menn voru óheppnir að vera ekki hreinlega tveimur mörkum yfir í hálfleik. Jakob og Grímsi áttu báðir dauðfæri á 45. mínútu og í uppbótartíma.
„Þeir skora tvö mörk úr örfáum sóknum í leiknum. Það er eitthvað sem við verðum að vera betri í, og mér finnst lið fá of mikið fyrir of lítið á móti okkur"
Markahrókurinn mikli Eiður Gauti Sæbjörnsson næst markahæsti maður Bestu deildarinnar sá ekki til sólar í leiknum og þá er spurt var þetta KA vörninni að þakka eða gerði KR ekki nóg til að finna hann?
„Örugglega beggja blands. Ef glöggt er skoðað þá er ekkert grín að það standa þrír fullvaxta karlmenn í kringum þig á teignum og fá að faðma þig allan leikinn. En auðvitað liggur það líka hjá okkur, við þurfum að vera betri í að finna hann""
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir