
Glódís Perla Viggósdóttir er mætt í byrjunarlið Íslands fyrir leikinn gegn Sviss á Evrópumótinu í kvöld.
Hún hefur verið að glíma við veikindi síðustu daga en er klár til að byrja þennan leik.
Hún hefur verið að glíma við veikindi síðustu daga en er klár til að byrja þennan leik.
„Ég er bara góð, vonandi," sagði Glódís þegar hún ræddi við RÚV fyrir leik kvöldsins.
„Síðustu dagar hafa ekki verið sérstaklega skemmtilegir. Það er ömurlegt þetta atvik sem ég lendi í og ömurlegt hvernig spilaðist úr leiknum. Við erum búnar að fara yfir þetta og erum klárar í dag í hörkuleik."
Glódís tók þátt á æfingu í gær. Hvernig var hún eftir það? „Bara fín, engin viðbrögð eftir það."
„Ég hef það sem þarf," sagði Glódís. „Við verðum að fá sigur í kvöld."
Glódís Perla í viðtali fyrir leik gegn Sviss: „Ég er bara góð. Vonandi. Síðustu dagar hafa ekkert verið neitt sérstaklega skemmtilegir. Þetta atvik sem ég lenti í er ömurlegt og ömurlegt hvernig spilaðist úr leiknum.“ pic.twitter.com/DA584yx4sC
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 6, 2025
Athugasemdir