Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   sun 06. júlí 2025 19:30
Ívan Guðjón Baldursson
Betis festir kaup á Rodrigo Riquelme (Staðfest)
Mynd: EPA
Real Betis er búið að festa kaup á kantmanninum Rodrigo Riquelme sem kemur til félagsins úr röðum Atlético Madrid.

Betis borgar ekki nema 10 milljónir evra fyrir Riquelme, sem er 25 ára gamall og gerir fimm ára samning við félagið. Atlético heldur hluta af endursöluvirði leikmannsins.

Riquelme, sem á tvo A-landsleiki að baki fyrir Spán, er keyptur til að fylla í skarðið fyrir Jesús Rodríguez sem var seldur til Como á dögunum.

Riquelme kom aðeins að tveimur mörkum í 26 leikjum með Atlético á síðustu leiktíð, þar sem hann fékk að spila tæplega 900 mínútur í heildina. Hann býst við stærra hlutverki hjá Betis.

Riquelme er uppalinn hjá Atlético og hafði verið hjá félaginu í 15 ár.

Álvaro Valles er þá einnig kominn til Betis þar sem hann mun berjast við Adrián og Fran Vieites um markmannsstöðuna. Hann kemur á frjálsri sölu frá Las Palmas.


Athugasemdir
banner