
Það er alvöru stemning að myndast á Wankdorf Stadium í Bern þar sem Ísland og Sviss mætast á Evrópumótinu núna klukkan 19:00.
Íslensku stuðningsmennirnir, sem eru í miklum minnihluta, hafa komið sér vel fyrir á vellinum. Það eru um 30 þúsund manns á vellinum og þar af eru 2000 Íslendingar.
Íslensku stuðningsmennirnir, sem eru í miklum minnihluta, hafa komið sér vel fyrir á vellinum. Það eru um 30 þúsund manns á vellinum og þar af eru 2000 Íslendingar.
Það er athyglisvert að fyrir leikinn hefur íslensk tónlist aðallega verið í hátalarakerfinu.
Tugþúsundir Svisslendinga fengu hér að kynnast laginu Keyrum inn í helgina með 12:00 og svo var Blikalagið með Herra Hnetusmjör líka spilað. Það var einnig spilað fyrir fyrsta leikinn gegn Finnlandi en það eru margir Blikar í íslenska liðinu.
Leikurinn hefst klukkan 19:00 og er í beinni textalýsingu á Fótbolta.net.
30 þúsund manns á vellinum og þau fá að heyra 12:00 og Blikalagið með Herra Hnetusmjör fyrir leik ???? pic.twitter.com/5q8kytvRxc
— Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson (@gummi_aa) July 6, 2025
Athugasemdir