Trafford vill fara frá City - Gallagher og Brown til Man Utd? - Arsenal fær tvíbura - Guendouzi aftur til Englands - Mateta á förum?
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
   mán 08. ágúst 2022 22:37
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Leið mjög illa á kafla en fannst mjög ljúft að sjá boltann inni í lokin
Skoraði sigurmarkið í lok leiks í kvöld
Skoraði sigurmarkið í lok leiks í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er alltaf gaman að vinna leik svona á lokamínútunum. Við erum búnir að lenda í því að tapa á móti Breiðablik og KA svona á lokamínútunum og mér fannst við eiga þetta skilið - loksins lendir þetta okkar megin," sagði Frans Elvarsson, hetja Keflavíkur, eftir sigur gegn Leikni í Bestu deildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 -  2 Keflavík

„Þetta var svona 'scrappy' leikur, hvorugt liðið náði að spila einhvern sambabolta en féll okkar megin. Mér fannst við skapa aðeins hættulegri færi og fannst við eiga skilið að vinna leikinn."

Um miðbik seinni hálfleiks átti Leiknir góðan kafla, jöfnuðu leikinn og sköpuðu sér góðar stöður. Frans var hreinskilinn um þann kafla. „Já, mér leið mjög illa. Eftir að þeir skoruðu markið áttu þeir 10-15 mínútur þar sem þeir hefðu getað sett annað mark en sem betur fer náum við að koma í veg fyrir það og gott að klára stigin þrjú."

Keflavík var ekki búið að vinna í þremur leikjum í röð fyrir leikinn í dag. „Við erum, finnst mér, búnir að vera óheppnir í undanförnum leikjum. Töpuðum á móti Breiðablik og KA og jafnvel óheppnir að vinna ekki á móti ÍBV í síðasta leik. Við erum komnir aftur á sigurbraut."

Frans skoraði sigurmarkið í uppbótartíma, komst inn í lélega sendingu og átti skot úr vítateignum sem endaði í netinu.

„Mig grunaði að hann ætlaði að senda á samherja sinn í teignum þannig ég ætlaði að pressa á hann. En svo fer sendingin beint til mín og ég í rauninni sendi hann á markið, markmaðurinn leggst niður sem betur fer þannig hann var farinn, og boltinn bara rennur í markið. Það var ljúft að sjá hann inni," sagði Frans og brosti.

„Nei, ég reyndi bara að setja boltann á markið. Þetta var ekkert sérstakt skot en markmaðurinn lagðist sem betur fer niður," sagði miðjumaðurinn að lokum. Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner