Man Utd og Newcastle fylgjast náið með Anderson - Barcelona leiðir kapphlaupið um Greenwood
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
   mán 08. ágúst 2022 22:37
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Leið mjög illa á kafla en fannst mjög ljúft að sjá boltann inni í lokin
Skoraði sigurmarkið í lok leiks í kvöld
Skoraði sigurmarkið í lok leiks í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er alltaf gaman að vinna leik svona á lokamínútunum. Við erum búnir að lenda í því að tapa á móti Breiðablik og KA svona á lokamínútunum og mér fannst við eiga þetta skilið - loksins lendir þetta okkar megin," sagði Frans Elvarsson, hetja Keflavíkur, eftir sigur gegn Leikni í Bestu deildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 -  2 Keflavík

„Þetta var svona 'scrappy' leikur, hvorugt liðið náði að spila einhvern sambabolta en féll okkar megin. Mér fannst við skapa aðeins hættulegri færi og fannst við eiga skilið að vinna leikinn."

Um miðbik seinni hálfleiks átti Leiknir góðan kafla, jöfnuðu leikinn og sköpuðu sér góðar stöður. Frans var hreinskilinn um þann kafla. „Já, mér leið mjög illa. Eftir að þeir skoruðu markið áttu þeir 10-15 mínútur þar sem þeir hefðu getað sett annað mark en sem betur fer náum við að koma í veg fyrir það og gott að klára stigin þrjú."

Keflavík var ekki búið að vinna í þremur leikjum í röð fyrir leikinn í dag. „Við erum, finnst mér, búnir að vera óheppnir í undanförnum leikjum. Töpuðum á móti Breiðablik og KA og jafnvel óheppnir að vinna ekki á móti ÍBV í síðasta leik. Við erum komnir aftur á sigurbraut."

Frans skoraði sigurmarkið í uppbótartíma, komst inn í lélega sendingu og átti skot úr vítateignum sem endaði í netinu.

„Mig grunaði að hann ætlaði að senda á samherja sinn í teignum þannig ég ætlaði að pressa á hann. En svo fer sendingin beint til mín og ég í rauninni sendi hann á markið, markmaðurinn leggst niður sem betur fer þannig hann var farinn, og boltinn bara rennur í markið. Það var ljúft að sjá hann inni," sagði Frans og brosti.

„Nei, ég reyndi bara að setja boltann á markið. Þetta var ekkert sérstakt skot en markmaðurinn lagðist sem betur fer niður," sagði miðjumaðurinn að lokum. Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner