Mainoo opinn fyrir Napoli - Tekur Gerrard við Boro? - Forest vill 120 milljónir punda - Kröfur Vinicius gætu ýtt honum í burtu
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
   mán 08. ágúst 2022 22:37
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Leið mjög illa á kafla en fannst mjög ljúft að sjá boltann inni í lokin
Skoraði sigurmarkið í lok leiks í kvöld
Skoraði sigurmarkið í lok leiks í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er alltaf gaman að vinna leik svona á lokamínútunum. Við erum búnir að lenda í því að tapa á móti Breiðablik og KA svona á lokamínútunum og mér fannst við eiga þetta skilið - loksins lendir þetta okkar megin," sagði Frans Elvarsson, hetja Keflavíkur, eftir sigur gegn Leikni í Bestu deildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 -  2 Keflavík

„Þetta var svona 'scrappy' leikur, hvorugt liðið náði að spila einhvern sambabolta en féll okkar megin. Mér fannst við skapa aðeins hættulegri færi og fannst við eiga skilið að vinna leikinn."

Um miðbik seinni hálfleiks átti Leiknir góðan kafla, jöfnuðu leikinn og sköpuðu sér góðar stöður. Frans var hreinskilinn um þann kafla. „Já, mér leið mjög illa. Eftir að þeir skoruðu markið áttu þeir 10-15 mínútur þar sem þeir hefðu getað sett annað mark en sem betur fer náum við að koma í veg fyrir það og gott að klára stigin þrjú."

Keflavík var ekki búið að vinna í þremur leikjum í röð fyrir leikinn í dag. „Við erum, finnst mér, búnir að vera óheppnir í undanförnum leikjum. Töpuðum á móti Breiðablik og KA og jafnvel óheppnir að vinna ekki á móti ÍBV í síðasta leik. Við erum komnir aftur á sigurbraut."

Frans skoraði sigurmarkið í uppbótartíma, komst inn í lélega sendingu og átti skot úr vítateignum sem endaði í netinu.

„Mig grunaði að hann ætlaði að senda á samherja sinn í teignum þannig ég ætlaði að pressa á hann. En svo fer sendingin beint til mín og ég í rauninni sendi hann á markið, markmaðurinn leggst niður sem betur fer þannig hann var farinn, og boltinn bara rennur í markið. Það var ljúft að sjá hann inni," sagði Frans og brosti.

„Nei, ég reyndi bara að setja boltann á markið. Þetta var ekkert sérstakt skot en markmaðurinn lagðist sem betur fer niður," sagði miðjumaðurinn að lokum. Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner