Liverpool vill Guehi næsta sumar frekar en að gera janúartilboð - Man Utd dreymir um að fá McTominay aftur - Everton hefur áhuga á leikmönnum Man Utd
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
   mán 08. ágúst 2022 22:37
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Leið mjög illa á kafla en fannst mjög ljúft að sjá boltann inni í lokin
Skoraði sigurmarkið í lok leiks í kvöld
Skoraði sigurmarkið í lok leiks í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er alltaf gaman að vinna leik svona á lokamínútunum. Við erum búnir að lenda í því að tapa á móti Breiðablik og KA svona á lokamínútunum og mér fannst við eiga þetta skilið - loksins lendir þetta okkar megin," sagði Frans Elvarsson, hetja Keflavíkur, eftir sigur gegn Leikni í Bestu deildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 -  2 Keflavík

„Þetta var svona 'scrappy' leikur, hvorugt liðið náði að spila einhvern sambabolta en féll okkar megin. Mér fannst við skapa aðeins hættulegri færi og fannst við eiga skilið að vinna leikinn."

Um miðbik seinni hálfleiks átti Leiknir góðan kafla, jöfnuðu leikinn og sköpuðu sér góðar stöður. Frans var hreinskilinn um þann kafla. „Já, mér leið mjög illa. Eftir að þeir skoruðu markið áttu þeir 10-15 mínútur þar sem þeir hefðu getað sett annað mark en sem betur fer náum við að koma í veg fyrir það og gott að klára stigin þrjú."

Keflavík var ekki búið að vinna í þremur leikjum í röð fyrir leikinn í dag. „Við erum, finnst mér, búnir að vera óheppnir í undanförnum leikjum. Töpuðum á móti Breiðablik og KA og jafnvel óheppnir að vinna ekki á móti ÍBV í síðasta leik. Við erum komnir aftur á sigurbraut."

Frans skoraði sigurmarkið í uppbótartíma, komst inn í lélega sendingu og átti skot úr vítateignum sem endaði í netinu.

„Mig grunaði að hann ætlaði að senda á samherja sinn í teignum þannig ég ætlaði að pressa á hann. En svo fer sendingin beint til mín og ég í rauninni sendi hann á markið, markmaðurinn leggst niður sem betur fer þannig hann var farinn, og boltinn bara rennur í markið. Það var ljúft að sjá hann inni," sagði Frans og brosti.

„Nei, ég reyndi bara að setja boltann á markið. Þetta var ekkert sérstakt skot en markmaðurinn lagðist sem betur fer niður," sagði miðjumaðurinn að lokum. Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner