Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 08. september 2020 23:18
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hefði sent drengina heim jafnvel ef engar Covid-reglur væru
Foden og Greenwood.
Foden og Greenwood.
Mynd: Getty Images
Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, segir að Mason Greenwood og Phil Foden hefðu verið sendir heim frá Íslandi fyrir gjörðir sínar, alveg sama þótt þeir hefðu ekki brotið sóttvarnarreglur.

Greenwood, leikmaður Manchester United, og Foden, leikmaður Manchester City, spiluðu báðir í 0-1 sigri Englendinga á Íslandi síðasta laugardag.

Þessir ungu og efnilegu leikmenn voru reknir úr enska landsliðshópnum eftir að þeir brutu reglur með því að bjóða tveimur íslenskum stelpum á hótel landsliðsins. Stelpurnar voru í samskiptum við leikmennina í gegnum samskiptaforritið Snapchat.

Í því ástandi sem er núna eru settar sérstakar sóttvarnarreglur í kringum landsleiki og máttu leikmenn Englendinga ekki fara út af hótelinu eða vera í kringum fólk utan hópsins. Þeir brutu þær reglur en Southgate sagði eftir markalaust jafntefli við Danmörku í kvöld að leikmennirnir hefðu verið sendir heim fyrir að smygla stelpunum inn á hótelið jafnvel þó svo að heimsfaraldurinn væri ekki í gangi.

„Þeir vita að það sem gerðist er óásættanlegt bæði út af Covid-ástandinu og, eftir því sem ég hef fengið meiri upplýsingar, bara almennt," sagði Southgate.

„Þeir hefðu verið sendir heim hvort sem er."

Spurður að því hvort leikmennirnir verði í næsta landsliðshóp sagði Southgate að það yrði að endurbyggja traustið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner