Aston Villa reynir við Cunha - Barcelona getur ekki fengið Rashford - Duran til Sádi-Arabíu?
   sun 08. desember 2024 14:21
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Dusseldorf aftur á sigurbraut - Ísak með tvennu
Ísak Bergmann Jóhannesson og Valgeir Lunddal Friðriksson fagna.
Ísak Bergmann Jóhannesson og Valgeir Lunddal Friðriksson fagna.
Mynd: Getty Images

Ísak Bergmann Jóhannesson og Valgeir Lunddal Friðriksson voru báðir í byrjunarliði Dusseldorf þegar liðið mætti Braunschweig í næst efstu deild í Þýskalandi í dag.


Staðan var 3-0 í hálfleik en Ísak kom Dusseldorf í 2-0 eftir tíu mínútna leik. Hann skoraði svo fjórða mark liðsins en lokatölur urðu 5-0.

Þetta var svo sannarlega kærkominn sigur þar sem liðið hafði ekki náð í sigur í síðustu fimm leikjum. Liðið er í 5. sæti með 25 stig eftir 15 umferðir.

Fyrra mark Ísaks
Seinna mark Ísaks

Davíð Kristján Ólafsson spilaði allan leikinn þegar Cracovia gerði markalaust jafntefli gegn Piaast Gilwice í pólsku deildinni í dag. Cracovia er í 4. sæti með 31 stig eftir 18 umferðir.

Brynjólfur Willumsson tókst ekki að setja mark sitt á leikinn þegar hann kom inn á sem varamaður undir lokin þegar Groningen gerði markalaust jafntefli gegn Zwolle í efstu deild í Hollandi. Groningen er í 13. sæti með 16 stig eftir fimmtán umferðir.


Athugasemdir
banner