Aston Villa reynir við Cunha - Barcelona getur ekki fengið Rashford - Duran til Sádi-Arabíu?
   sun 08. desember 2024 22:25
Elvar Geir Magnússon
Ratcliffe missti trú á Ashworth og lét hann fara
Dan Ashworth.
Dan Ashworth.
Mynd: Getty Images
Sir Jim Ratcliffe.
Sir Jim Ratcliffe.
Mynd: Getty Images
Greint var frá því í morgun að Dan Ashworth væri hættur sem yfirmaður fótboltamála hjá Manchester United eftir aðeins fimm mánuði í starfi. Í grein The Athletic er skýrara ljósi varpað á þessar óvæntu sviptingar bak við tjöldin á Old Trafford.

Þar segir að 20 mínútum eftir að tapleik Manchester United gegn Nottingham Forest lauk í gær hafi Ashworth farið á fund framkvæmdastjórans Omar Berrada og verið tjáð að starfskrafta sinna væri ekki óskað lengur.

Ashworth ku hafa talað við fólk um að það væri erfitt að starfa inn í teyminu sem Sir Jim Ratcliffe setti saman til að stýra fótboltamálum félagsins svo kannski er það bara léttir í huga hans að vera laus úr starfinu.

Enskir fjölmiðlar segja Ashworth hafa átt stóran þátt í því að ákveðið var að leggja áframhaldandi traust á Erik ten Hag eftir síðasta tímabil og gerður var nýr samingur við Hollendinginn. Gengi United var ekki ásættanlegt og Ten Hag látinn fara. Ashworth þótti ekki hafa skýrar hugmyndir um hver ætti að verða næsti stjóri en lagði til nöfn manna sem hafa reynslu úr ensku deildinni; þar á meðal Eddie Howe, Marco Silva og Thomas Frank.

Ratcliffe vildi hinsvegar sterkari ráðningu og ekki var hlustað á það sem Ashworth lagði til. Frekar var hlustað á Berrada sem vildi fá Amorim inn. Völd Ashworth þverruðu og Ratcliffe virtist missa trú á að hann væri rétti maðurinn í starfið. Það hjálpaði heldur ekki Ashworth að hann var með puttana í leikmannakaupum síðasta sumars, kaupum sem hafa litlu skilað.
Athugasemdir
banner
banner