Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   mán 09. mars 2020 19:00
Brynjar Ingi Erluson
Chong framlengir við Man Utd (Staðfest)
Tahith Chong er að framlengja við Manchester United
Tahith Chong er að framlengja við Manchester United
Mynd: Getty Images
Hollenski leikmaðurinn Tahith Chong er búinn að ramlengja samning sinn við enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins.

Chong, sem er 20 ára gamall, hefur verið orðaður við Barcelona, Inter og Juventus undanfarna mánuð en hann átti aðeins fjóra mánuði eftir af samningnum.

Það leit allt út fyrir að hann væri tilbúinn að yfirgefa United en umboðsmaður hans staðfestir í dag að leikmaðurinn verði áfram á Englandi. Félagið staðfestir þá fregnirnar á heimasíðu félagsins.

„Það var mikill áhugi á honum og vi ðtöluðum við stór félög en Manchester United lagði upp gott plan fyrir Tahith. Hann vill vera áfram hjá félaginu sem keypti hann frá Hollandi," sagði Erkan Alkan, umboðsmaður hjá Stellar Group Ltd.

Chong hefur spilað tíu leiki í öllum keppnum á þessu tímabili og lagt upp eitt mark. Hann mun þéna 30 þúsund pund á viku en um langtímasamning er að ræða.


Athugasemdir
banner
banner