mán 09. mars 2020 12:30
Fótbolti.net
Íslandsmeistarar í brekku?
Íslandsmeistararnir hafa tapað þremur leikjum á undirbúningstímabilinu
Íslandsmeistararnir hafa tapað þremur leikjum á undirbúningstímabilinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Valsliðið er búið að vera í smá brasi. Þær tapa 3-2 fyrir Breiðablik og svo óvænt fyrir Stjörnunni 1-0 í Lengjunni,“ segir Hulda Mýrdal á Heimavellinum. Áður höfðu Íslandsmeistararnir tapað fyrir Fylki á Reykjavíkurmótinu.

„Ég sá reyndar ekki þessa leiki en mér finnst svolítið hættulegt að fara að lesa bara í úrslitin á þessum tímapunkti undirbúningstímabilsins. Þetta er tíminn þar sem hægt er að prófa sig áfram með leikmenn og leikkerfi. En það er athyglisvert að sjá þær ekki skora meira. Það á ekki að skipta máli hvernig þær stilla upp. Þær eiga alltaf að geta skorað mörk. Þær eru með þannig sóknarmenn og spila þannig sóknarbolta,“ svaraði Lilja Dögg Valþórsdóttir, gestur þáttarins.

„Nú missa þær Margréti Láru sem var að spila í holunni síðasta sumar og eru komnar með Ídu Marín (Hermannsdóttur) þar. Er það ekki að virka fyrir þær?,“ velti Hulda Mýrdal fyrir sér.

„Þetta er bara smá hraðahindrun. En þær hafa ekki lent á hól í einhvern tíma og það verður fyrst og fremst áhugavert að sjá hvernig Pétur skóflar þeim yfir þennan hól,“ sagði Hulda.
Heimavöllurinn - Varnarsinnuð vonbrigði
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner