Jón Hálfdán Pétursson þjálfari BÍ/Bolungarvík var að vonum svekktur með tap sinna manna gegn Selfyssingum 2-0 í dag.
Lestu um leikinn: Selfoss 2 - 0 BÍ/Bolungarvík
„Mér fannst leikurinn til að byrja með spilast ágætlega og fyrri hálfleikurinn var ágætur af okkar hálfu, sérstaklega kannski 15-20 mínúturnar þar sem við vorum að búa til eitthvað frammá við en svo slökknaði á þessu í seinni hálfleik sérstaklega eftir fyrra markið,'' sagði Jón Hálfdán.
„Fyrir þennan leik vorum við að bíða eftir leikheimild fyrir spænskan sóknarmann en hún náðist ekki í gegn, ekki frekar en hjá fleiri liðum sem voru að bíða eftir spænskum leikmönnum.'' sagði Jón Halfdán aðspurður hvort liðið ætti von á frekari liðsstyrk.
Það undruðu sig margir á því að Nigel Quashie var ekki í leikmannahóp BÍ/Bolungarvík í dag en Jón gaf þau svör að hann væri meiddur.
Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan
Athugasemdir























