Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   sun 09. maí 2021 22:14
Arnar Laufdal Arnarsson
Birkir Már: Bara gult og gult og áfram gakk
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í kvöld áttust við FH og Valur í stórleik 2. umferðar Pepsi-Max deildarinnar en þar enduðu leikar 1-1 eftir mörk frá Ágústi Hlynssyni og Sigurði Agli Lárussyni.

Lestu um leikinn: FH 1 -  1 Valur

"Ég er bara nokkuð sáttur við stigið, erfiður fyrri hálfleikur og það var eins og þeir voru með yfirhöndina 11 á móti 11 líka þegar þeir voru manni fleiri þá fannst mér við vera full passífir og við þorðum ekki nógu mikið en svo í seinni hálfleik fannst mér við vera bara nokkuð solid og vorum að spila þokkalega vel, við gerðum gott mark og bara mjög solid frammistaða í seinni hálfleik" Sagði Birkir Már Sævarsson í viðtali eftir leik.

Hvað fannst Birki breytast í seinni hálfleik eftir slaka frammistöðu í þeim fyrri?

"Eins og ég sagði við vorum bara full passífir og við fórum bara yfir það í hálfleik og okkur fannst við ekki vera þora halda boltanum nógu vel og ekki þora að fara upp í pressuna þannig við fórum bara yfir hvernig við ætluðum að pressa þá og halda boltanum aðeins og finna svæðin á Kidda og Patrick og það gekk eiginlega allt eftir"

Hvernig upplifir Birkir þetta rauða spjald?

"Mér persónulega fannst þetta bara vera gult á báða, ég skil alveg að reglugerðin segir að þetta sé rautt spjald en hann er að fara taka hraða aukaspyrnu að negla boltanum yfir og er í miðri sveiflu þegar Jónatan potar boltanum, það vita það allir að það er ekki hægt að stoppa fótinn á sér í miðri langbolta sveiflu, auðvitað sparkar hann í hann en bara gult og gult held ég og áfram gakk"
Athugasemdir
banner
banner