Slúðurpakki dagsins - Það helsta í slúðrinu: Barcelona vill halda Rashford - Chelsea leiðir baráttuna um Vinicius
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
   þri 09. júní 2015 12:33
Magnús Már Einarsson
Lars: Viss um að við spilum betur á föstudag
Icelandair
Lars Lagerback og Heimir Hallgrímsson á æfingu íslenska landsliðsins í dag.
Lars Lagerback og Heimir Hallgrímsson á æfingu íslenska landsliðsins í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lars Lagerback, annar af landsliðsþjálfurum Íslands, segir að leikmannahópurinn sé í góðu standi fyrir leikinn gegn Tékkum í undankeppni EM á föstudagskvöld. Ari Freyr Skúlason hefur verið að glíma við meiðsli en hann ætti að ná leiknum á föstudag.

„Ari (Freyr Skúlason) æfði með okkur í gær og læknaliðið er jákvætt. Hann mun æfa í dag og þetta lítur vel út. Að öðru leyti veit ég ekki um nein meiðsli," sagði Lars við Fótbolta.net í dag.

Tékkar höfðu betur 2-1 í fyrri leiknum í nóvember eftir að Ragnar Sigurðsson hafði komið Íslendingum yfir.

„Við byrjuðum leikinn vel en eftir að við komumst yfir þá vorum við of passívir. Við vorum ekki jafn grimmir og ég vil í varnarleiknum. Við gáfum þeim of mikið pláss og tíma og það er eitthvað sem við þurfum að breyta á föstudag."

„Þeir voru betri en við í Plzen við spiluðum ekki okkar besta leik. Við getum spilað betur og ég er viss um að við gerum það á föstudag. Þá eigum við betri möguleika á sigri. Þetta eru tvö góð lið að mætast á föstudag og þetta gæti orðið áhugaverður leikur."

Ísland komst yfir í leiknum í Tékklandi í nóvember en á endanum höfðu Tékkar betur 2-1.

Uppselt varð á leikinn á um það bil hálftíma og búast má við stemningu á Laugardalsvelli á föstudaginn. „Stuðningsmennirnir hafa verið frábærir í þessari undankeppni sem og í síðustu undankeppninni. Það er mjög gott að spila í Reykjavík,"

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner