Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 09. júní 2022 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jonathan David hrifinn af golfleik sem Dagur átti - Eru góðir félagar
Mynd: EPA
Jonathan David er sóknarmaður Lille í Frakklandi en hann gæti verið á förum frá félaginu í sumar. David er 22 ára landsliðsmaður Kanada og er sagður falur fyrir 50 milljónir evra. Liverpool og Arsenal eru meðal félaga sem sögð eru fylgjast með David.

David kom til tals í hlaðvarpsþættinum Ungstirnin en Dagur Dan Þórhallsson ræddi þar um feril sinn til þessa. Dagur og David eru jafnaldrar og voru þeir samherjar hjá belgíska félaginu Gent á sínum tíma (2017-18).

„Ég er sextán ára, á sautjánda ári þegar ég fer til Gent. Það var ótrúlega gaman en ógeðslega erfitt líka. Ég sá leikmenn þarna sem ég horfði á og hugsaði að sama hversu mikið ég myndi æfa ég myndi aldrei verða jafngóður og þessi gaur," sagði Dagur.

„Við Jonathan David vorum þarna og urðum góðir félagar og erum það ennþá í dag. Við erum að fylgja hvor öðrum á samfélagsmiðlum og hann er toppgæi. Ég, hann og Federico Pena (leikmaður Valour í Kanada) vorum alltaf þrír saman. David er búinn að standa sig ekkert eðlilega vel. Ég man að ég var nýfarinn frá Gent, samdi við Keflavík, og hann fékk á sama tímabili fyrsta byrjunarliðsleikinn í belgísku úrvalsdeildinni og skoraði tvö mörk á einhverjum fimmtán mínútum," sagði Dagur og sagði í kjölfarið að David hafi haldið áfram að raða inn mörkunum.

Dagur kom aðeins á undan David til Belgíu og sagði frá því að þeir hefðu reglulega verið saman að spila golf tölvuleik á hóteli í Belgíu. „Ég var með einhvern PGA leik og honum fannst hann fáránlega skemmtilegur, vorum alltaf að spila hann," sagði Dagur.

Sjá einnig:
Fannst Óskar mjög skrítinn í sjónvarpinu - Trúir 100% á hugmyndafræðina
Ungstirnin: Sumarglugginn og Dagur Dan gestur
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner