Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 09. júlí 2021 13:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
England með besta sóknarmanninn - Ítalía með besta markvörðinn
Fabio Capello með boltann.
Fabio Capello með boltann.
Mynd: Getty Images
England mætir Ítalíu í úrslitaleik EM alls staðar á sunnudag. Leikurinn fer fram á Wembley í London og hefst klukkan 19:00.

Fabio Capello er reynslumikill knattspyrnustjóri og ræddi hann við Corriere dello Sport í gær. Capello er 75 ára Ítalí sem síðast stýrði kínverska félaginu Jiangsu Suning.

„Ítalía getur unnið, England er áhugavert lið en það er ekki orðið topplið," sagði Capello.

„Þeir eru ekki með mikil gæði á miðjunni en þeir eru líkamlega sterkir og ákveðnir. Svo eru þeir með besta evrópska sóknarmanninn."

„Einingin hjá Ítalíu hefur heillað mig og viljinn til að hjálpa hver öðrum. Það er enginn að hugsa um sjálfan sig. Roberto Mancini hefur gert ótrúlega hluti. Ítalí er með besta markvörðinn í heimi, England er ekki á sama stað. Spyrjið Ancelotti út í Pickford,"
sagði Capello.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner