Guehi til Liverpool - Salah kennt um erfiðleika Wirtz - Tottenham vill markmann - Tchouameni til Man Utd og Toney til Englands
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
   þri 09. júlí 2024 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Bíður eftir rétta liðinu - „Þetta er flott tækifæri fyrir okkur"
Icelandair
Ingibjörg Sigurðardóttir.
Ingibjörg Sigurðardóttir.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Ingibjörg fyrir landsliðsæfingu.
Ingibjörg fyrir landsliðsæfingu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er mjög spennt fyrir þessum leikjum. Vonandi getum við fagnað vel eftir þetta verkefni," sagði landsliðskonan Ingibjörg Sigurðardóttir fyrir æfingu Íslands í dag.

Framundan eru tveir síðustu leikirnir í undankeppni EM. Ísland mætir Þýskalandi á Laugardalsvelli föstudaginn 12. júlí og Póllandi ytra þriðjudaginn 16. júlí. Ísland er í öðru sæti þegar tveir leikir eru eftir af undankeppninni. Tvö efstu liðin fara áfram beint í lokakeppni EM 2025.

Stelpurnar geta tryggt sig inn á EM með sigri gegn Þýskalandi á föstudaginn.

„Ég er spennt að spila þennan leik. Það er alltaf gaman að spila gegn Þýskalandi og það væri ótrúlega sætt ef við gætum fengið eitthvað gott út úr þessum leik og fagna því hérna á heimavelli."

Ingibjörg spilaði síðustu mánuði með Duisburg í Þýskalandi og þekkir leikmenn þýska landsliðsins vel.

„Já, mjög vel. Það er einmitt ástæðan fyrir því að maður fer í þessari sterkari deildir: Til að spila á móti þessum leikmönnum."

Ingibjörg er án félags þessa stundina og er að skoða sín mál.

„Þetta er svolítið skrítin staða, að fara inn í landsliðsglugga og ekki vera með neitt öryggi í kringum það. Þetta er langur gluggi og ég er enn bara að bíða eftir því rétta fyrir mig," segir Ingibjörg.

„Við erum nokkrar hérna án félags og þetta er flott tækifæri fyrir okkur. Það hefur enn ekkert nógu spennandi komið. Það hafa þó nokkur félög heyrt í mér en ekkert sem ég hef áhuga á."

Hún kveðst spennt fyrir stærstu deildunum og England sé sérstaklega spennandi. Hægt er að horfa á viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner