Mainoo til Napoli? - Höjlund snýr ekki til baka í janúar - Þrír miðjumenn orðaðir við United - Spurs tilbúið að borga 70 milljónir punda
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   þri 09. júlí 2024 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Bíður eftir rétta liðinu - „Þetta er flott tækifæri fyrir okkur"
Icelandair
Ingibjörg Sigurðardóttir.
Ingibjörg Sigurðardóttir.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Ingibjörg fyrir landsliðsæfingu.
Ingibjörg fyrir landsliðsæfingu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er mjög spennt fyrir þessum leikjum. Vonandi getum við fagnað vel eftir þetta verkefni," sagði landsliðskonan Ingibjörg Sigurðardóttir fyrir æfingu Íslands í dag.

Framundan eru tveir síðustu leikirnir í undankeppni EM. Ísland mætir Þýskalandi á Laugardalsvelli föstudaginn 12. júlí og Póllandi ytra þriðjudaginn 16. júlí. Ísland er í öðru sæti þegar tveir leikir eru eftir af undankeppninni. Tvö efstu liðin fara áfram beint í lokakeppni EM 2025.

Stelpurnar geta tryggt sig inn á EM með sigri gegn Þýskalandi á föstudaginn.

„Ég er spennt að spila þennan leik. Það er alltaf gaman að spila gegn Þýskalandi og það væri ótrúlega sætt ef við gætum fengið eitthvað gott út úr þessum leik og fagna því hérna á heimavelli."

Ingibjörg spilaði síðustu mánuði með Duisburg í Þýskalandi og þekkir leikmenn þýska landsliðsins vel.

„Já, mjög vel. Það er einmitt ástæðan fyrir því að maður fer í þessari sterkari deildir: Til að spila á móti þessum leikmönnum."

Ingibjörg er án félags þessa stundina og er að skoða sín mál.

„Þetta er svolítið skrítin staða, að fara inn í landsliðsglugga og ekki vera með neitt öryggi í kringum það. Þetta er langur gluggi og ég er enn bara að bíða eftir því rétta fyrir mig," segir Ingibjörg.

„Við erum nokkrar hérna án félags og þetta er flott tækifæri fyrir okkur. Það hefur enn ekkert nógu spennandi komið. Það hafa þó nokkur félög heyrt í mér en ekkert sem ég hef áhuga á."

Hún kveðst spennt fyrir stærstu deildunum og England sé sérstaklega spennandi. Hægt er að horfa á viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner