Newcastle gæti selt Isak fyrir 83 milljónir punda - Atletico hefur áhuga á Ndidi - Huijsen orðaður við Liverpool
Danijel Djuric: Kvikmynd sem var ógeðslega gaman að leika í
„Ég þurfti að fylgja hjartanu og það leitaði heim"
Ekki stoppistöð Víkinga - „Ætlum að skrifa söguna ennþá meira"
Sölvi: Hjartað sem þeir sýndu allan leikinn og slökktu aldrei á sér
Matti Villa: Þurfum að kalla hann 'scoring machine' og hann mun elska það
Davíð Atla um fyrsta Evrópumarkið: Fáránlegt þegar ég heyri þig segja þetta
Sverrir Ingi: Vissi þetta fyrirfram því ég þekki íslensku geðveikina og hugarfarið
Helgi Guðjóns eftir sögulegan sigur: Ætlaði ekki að trúa þessu
Sjáðu myndbandið sem Víkingar horfðu á í klefanum
Ekki alveg partur af handriti Hauks - „Töldum þetta best fyrir minn feril"
Formaðurinn spenntur: Risastór stund í íslenskum íþróttum
Björn Bjartmarz bjartsýnn: Besta ráðning félagsins
Danijel Djuric: Hann er með öðruvísi DNA
Sölvi daginn fyrir leikinn stóra: Þurfum á hlaupurum að halda
Anton Logi: Ég vildi bara fara burt og koma heim
Ari segir Víking ráða: Ég er ekkert ódýr
„Þetta er það eina sem við höfum hugsað um“
„Innst inni held ég að allir hafi skilning fyrir þessu“
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
banner
   þri 09. júlí 2024 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Bíður eftir rétta liðinu - „Þetta er flott tækifæri fyrir okkur"
Icelandair
Ingibjörg Sigurðardóttir.
Ingibjörg Sigurðardóttir.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Ingibjörg fyrir landsliðsæfingu.
Ingibjörg fyrir landsliðsæfingu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er mjög spennt fyrir þessum leikjum. Vonandi getum við fagnað vel eftir þetta verkefni," sagði landsliðskonan Ingibjörg Sigurðardóttir fyrir æfingu Íslands í dag.

Framundan eru tveir síðustu leikirnir í undankeppni EM. Ísland mætir Þýskalandi á Laugardalsvelli föstudaginn 12. júlí og Póllandi ytra þriðjudaginn 16. júlí. Ísland er í öðru sæti þegar tveir leikir eru eftir af undankeppninni. Tvö efstu liðin fara áfram beint í lokakeppni EM 2025.

Stelpurnar geta tryggt sig inn á EM með sigri gegn Þýskalandi á föstudaginn.

„Ég er spennt að spila þennan leik. Það er alltaf gaman að spila gegn Þýskalandi og það væri ótrúlega sætt ef við gætum fengið eitthvað gott út úr þessum leik og fagna því hérna á heimavelli."

Ingibjörg spilaði síðustu mánuði með Duisburg í Þýskalandi og þekkir leikmenn þýska landsliðsins vel.

„Já, mjög vel. Það er einmitt ástæðan fyrir því að maður fer í þessari sterkari deildir: Til að spila á móti þessum leikmönnum."

Ingibjörg er án félags þessa stundina og er að skoða sín mál.

„Þetta er svolítið skrítin staða, að fara inn í landsliðsglugga og ekki vera með neitt öryggi í kringum það. Þetta er langur gluggi og ég er enn bara að bíða eftir því rétta fyrir mig," segir Ingibjörg.

„Við erum nokkrar hérna án félags og þetta er flott tækifæri fyrir okkur. Það hefur enn ekkert nógu spennandi komið. Það hafa þó nokkur félög heyrt í mér en ekkert sem ég hef áhuga á."

Hún kveðst spennt fyrir stærstu deildunum og England sé sérstaklega spennandi. Hægt er að horfa á viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner