Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 09. nóvember 2019 23:30
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Metfjöldi sá Þýskaland vinna England á Wembley
Mynd: Getty Images
England og Þýskaland mættust í vináttuleik á Wembley í kvöld, gestirnir frá Þýskalandi höfðu þar betur 1-2.

Það sem þótti einna merkilegast við leikinn var fjöldi áhorfenda sem mættir voru á Wembley í kvöld, aldrei hafa fleiri mætt á kvennalandsleik á Englandi.

Áhorfendurnir á Wembley í kvöld voru 77.768, sjaldan hafa fleiri mætt á kvennalandsleik í sögunni. Þessi sömu lið mættust á Wembley árið 2014, þá mættu 45,619 og það er metið sem slegið var í kvöld.

Núverandi met yfir flesta áhorfendur á kvennaleik er 80,203 en það var á leik Bandaríkjanna og Japan í úrslitum á Ólympíuleikunum árið 2012, það munaði því litlu að þetta met hefði verið slegið í kvöld. Wembley tekur um 90 þúsund manns í sæti.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner