Antoine Semenyo, Bruno Fernandes, Nicolas Jackson og fleiri koma við sögu.
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
banner
   lau 09. desember 2023 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Sölvi Geir stýrði Víkingum í úrslitaleiknum - „Arnar er í fjölskyldufríi fyrir norðan“
Sölvi Geir Ottesen
Sölvi Geir Ottesen
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugsson er í fjölskyldufríi
Arnar Gunnlaugsson er í fjölskyldufríi
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Það vakti athygli að Sölvi Geir Ottesen, aðstoðarþjálfari Víkings, stýrði liðinu í 3-1 tapinu gegn Breiðabliki í úrslitum Bose-mótsins á Kópavogsvelli í gær, en Arnar Gunnlaugsson var fjarverandi.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 Víkingur R.

Blikar unnu sannfærandi sigur á Víkingum, en Íslands- og bikarmeistararnir voru að hefja undirbúningstímabilið á meðan Blikar eru að klára langt tímabil sitt.

Einstaklingsmistök kostuðu Víkinga í leiknum og sagði Sölvi að það mætti skrifa klaufaskapinn að einhverju leiti æfingaálag síðustu daga.

„Alltaf leiðinlegt að tapa úrslitaleik. Góður leikur og lærðum margt af þessum leik en alltaf leiðinlegt að tapa úrslitaleik.“

„Klaufaskapur í uppspilinu hjá okkur. Við erum í fullu fjöri á undirbúningstímabilinu og erfiðar æfingar akkúrat núna, þannig menn voru kannski þungir í löppunum sem sýndi sig í mörkunum.“


Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var ekki á hliðarlínunni í gær, en hann var búinn að skipuleggja frí með fjölskyldunni og því fjarverandi að þessu sinni.

Skagamaðurinn er einn af þremur sem koma til greina í þjálfarastarfið hjá sænska félaginu Norrköping.

„Hann er í fjölskyldufríi fyrir norðan og var löngu búinn að plana það. Ég tók bara þennan leik í hans fjarveru,“ sagði Sölvi sem telur að öll umræða í kringum Arnar og áhuga erlendis hafi ekki áhrif á liðið.

„Nei, við erum ekkert að spá í því akkúrat núna. Við erum á miðju undirbúningstímabili og að undirbúa okkur fyrir næsta tímabil. Það er ekki að hafa nein áhrif á það.“

Víkingar ætla sér að styrkja hópinn frekar á næstunni en liðið er í leit að styrkja bæði vörn og sókn.

„Það eru einhverjar hreyfingar sem munu eiga sér stað. Arnar Borg fór til FH og við munum bæta við einhverjum leikmönnum.“

„Við erum búnir að vera að horfa í það að bæta í vörnina og sóknina,“
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner