Osimhen fer til Lundúna - Tuchel aftur til Englands - Zidane til Bayern? - Bayern og Liverpool berjast um Alonso
Sandra María: Eyða orkunni í það sem við getum haft áhrif á
Ingibjörg: Erum ekki að fara að vinna 9-1, það er á hreinu
Glódís Perla: Tveir virkilega góðir leikmenn í þeirra liði
Steini: Held að þetta hafi verið eitthvað unglingasvæði hjá þeim
Árni Guðna: Maður fékk tilfinninguna að það væri annað mark í þessu
Óliver Elís skoraði í dramatískum leik: Við fórum bara í eitthvað survival mode
Árni Guðna eftir sigurleik: Þurfum að sýna að við eigum erindi í þessi lið
Guðjón Máni skoraði tvö gegn Þrótti: Áttum seinni hálfleikinn
Úlfur: Höfum ekki bolmagn til að borga morðfjár í laun
Aron Snær: Bannaði orðin varamarkvörður og samkeppni
Ánægður með síðasta ár - „Alltaf talað um hann en þróunin var góð"
Arnar Gunnlaugs: Kærum ekki á meðan ég er við stjórnvölinn
Benoný um Gautaborg: Get ekki farið í smáatriði en þetta var ekki málið
Gregg: Við hringdum í KSÍ í morgun og þau sögðu þetta vera í lagi
Mætt í Meistaradeildina - Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar snýr aftur
Upplifir drauminn í sumar - „Mjög erfitt að segja nei við FCK"
Jóhann Birnir: Félag sem ætti frekar að verja að berjast um að komast í efstu deild
Ber sterkar taugar til FH en samdi við Val - „Maður þarf stundum að vera smá eigingjarn"
Birgir Steinn: KR getur farið alla leið
Arnór Gauti: Vil sanna mig á stærra sviði og reyna að komast út
banner
   lau 09. desember 2023 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Sölvi Geir stýrði Víkingum í úrslitaleiknum - „Arnar er í fjölskyldufríi fyrir norðan“
Sölvi Geir Ottesen
Sölvi Geir Ottesen
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugsson er í fjölskyldufríi
Arnar Gunnlaugsson er í fjölskyldufríi
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Það vakti athygli að Sölvi Geir Ottesen, aðstoðarþjálfari Víkings, stýrði liðinu í 3-1 tapinu gegn Breiðabliki í úrslitum Bose-mótsins á Kópavogsvelli í gær, en Arnar Gunnlaugsson var fjarverandi.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 Víkingur R.

Blikar unnu sannfærandi sigur á Víkingum, en Íslands- og bikarmeistararnir voru að hefja undirbúningstímabilið á meðan Blikar eru að klára langt tímabil sitt.

Einstaklingsmistök kostuðu Víkinga í leiknum og sagði Sölvi að það mætti skrifa klaufaskapinn að einhverju leiti æfingaálag síðustu daga.

„Alltaf leiðinlegt að tapa úrslitaleik. Góður leikur og lærðum margt af þessum leik en alltaf leiðinlegt að tapa úrslitaleik.“

„Klaufaskapur í uppspilinu hjá okkur. Við erum í fullu fjöri á undirbúningstímabilinu og erfiðar æfingar akkúrat núna, þannig menn voru kannski þungir í löppunum sem sýndi sig í mörkunum.“


Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var ekki á hliðarlínunni í gær, en hann var búinn að skipuleggja frí með fjölskyldunni og því fjarverandi að þessu sinni.

Skagamaðurinn er einn af þremur sem koma til greina í þjálfarastarfið hjá sænska félaginu Norrköping.

„Hann er í fjölskyldufríi fyrir norðan og var löngu búinn að plana það. Ég tók bara þennan leik í hans fjarveru,“ sagði Sölvi sem telur að öll umræða í kringum Arnar og áhuga erlendis hafi ekki áhrif á liðið.

„Nei, við erum ekkert að spá í því akkúrat núna. Við erum á miðju undirbúningstímabili og að undirbúa okkur fyrir næsta tímabil. Það er ekki að hafa nein áhrif á það.“

Víkingar ætla sér að styrkja hópinn frekar á næstunni en liðið er í leit að styrkja bæði vörn og sókn.

„Það eru einhverjar hreyfingar sem munu eiga sér stað. Arnar Borg fór til FH og við munum bæta við einhverjum leikmönnum.“

„Við erum búnir að vera að horfa í það að bæta í vörnina og sóknina,“
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner