Chelsea og Man Utd berjast um miðjumann - Palace vill leikmann Bayern og Brennan Johnson
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
   lau 09. desember 2023 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Sölvi Geir stýrði Víkingum í úrslitaleiknum - „Arnar er í fjölskyldufríi fyrir norðan“
Sölvi Geir Ottesen
Sölvi Geir Ottesen
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugsson er í fjölskyldufríi
Arnar Gunnlaugsson er í fjölskyldufríi
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Það vakti athygli að Sölvi Geir Ottesen, aðstoðarþjálfari Víkings, stýrði liðinu í 3-1 tapinu gegn Breiðabliki í úrslitum Bose-mótsins á Kópavogsvelli í gær, en Arnar Gunnlaugsson var fjarverandi.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 Víkingur R.

Blikar unnu sannfærandi sigur á Víkingum, en Íslands- og bikarmeistararnir voru að hefja undirbúningstímabilið á meðan Blikar eru að klára langt tímabil sitt.

Einstaklingsmistök kostuðu Víkinga í leiknum og sagði Sölvi að það mætti skrifa klaufaskapinn að einhverju leiti æfingaálag síðustu daga.

„Alltaf leiðinlegt að tapa úrslitaleik. Góður leikur og lærðum margt af þessum leik en alltaf leiðinlegt að tapa úrslitaleik.“

„Klaufaskapur í uppspilinu hjá okkur. Við erum í fullu fjöri á undirbúningstímabilinu og erfiðar æfingar akkúrat núna, þannig menn voru kannski þungir í löppunum sem sýndi sig í mörkunum.“


Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var ekki á hliðarlínunni í gær, en hann var búinn að skipuleggja frí með fjölskyldunni og því fjarverandi að þessu sinni.

Skagamaðurinn er einn af þremur sem koma til greina í þjálfarastarfið hjá sænska félaginu Norrköping.

„Hann er í fjölskyldufríi fyrir norðan og var löngu búinn að plana það. Ég tók bara þennan leik í hans fjarveru,“ sagði Sölvi sem telur að öll umræða í kringum Arnar og áhuga erlendis hafi ekki áhrif á liðið.

„Nei, við erum ekkert að spá í því akkúrat núna. Við erum á miðju undirbúningstímabili og að undirbúa okkur fyrir næsta tímabil. Það er ekki að hafa nein áhrif á það.“

Víkingar ætla sér að styrkja hópinn frekar á næstunni en liðið er í leit að styrkja bæði vörn og sókn.

„Það eru einhverjar hreyfingar sem munu eiga sér stað. Arnar Borg fór til FH og við munum bæta við einhverjum leikmönnum.“

„Við erum búnir að vera að horfa í það að bæta í vörnina og sóknina,“
sagði hann í lokin.
Athugasemdir