Real Madrid vill Rodri, Trent og Saliba - Karim Adeyemi orðaður við Man Utd - Newcastle vill Gomes
Kári Sigfússon: Get hent í einhver tiktok og fengið Eyþór Wöhler með mér
Árni Guðna: Veit ekki hverju ég get lofað þeim núna
Haraldur Freyr: Refsuðum og vorum skilvirkir
Nær martröðin að breytast í draum? - „98% af liðinu hefur gert þetta áður"
Arnar: Okkur hefur gengið vel að viðhalda hungrinu
Daði: Ólýsanleg tilfinning
Rúnar: Ekki það skemmtilegasta í heimi að tapa 6-0
Óskar Hrafn: Eins og klippt út úr Klaufabárðunum
Jökull: Grimmir og uppskárum eitt mark
Höskuldur: Þetta hafa alltaf bara verið eins og bikarúrslitaleikir
Ómar: Ógeðslega pirrandi að skora þrjú mörk og það dugi ekki einusinni til stigs
Dóri Árna: Rembingurinn við að búa til þennan úrslitaleik er rosalega mikill
Davíð Smári: Hellingur að byggja á en staðan er alvarleg
Rúnar Kristins: Ekki víti, 100%
„Kannski ástæðan fyrir því að við erum ekki í topp sex“
Rúnar Már: Náði loksins að æfa í tvær vikur án þess að vera á hækjum á milli
Heimir: Þarf ekki að vera að berja niður klefa
Óli Valur: Bullandi séns á Evrópu
Deano: Við erum mjög stolt af þessu
Haddi: Við áttum alls ekki skilið að tapa
banner
   lau 09. desember 2023 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Sölvi Geir stýrði Víkingum í úrslitaleiknum - „Arnar er í fjölskyldufríi fyrir norðan“
Sölvi Geir Ottesen
Sölvi Geir Ottesen
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugsson er í fjölskyldufríi
Arnar Gunnlaugsson er í fjölskyldufríi
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Það vakti athygli að Sölvi Geir Ottesen, aðstoðarþjálfari Víkings, stýrði liðinu í 3-1 tapinu gegn Breiðabliki í úrslitum Bose-mótsins á Kópavogsvelli í gær, en Arnar Gunnlaugsson var fjarverandi.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 Víkingur R.

Blikar unnu sannfærandi sigur á Víkingum, en Íslands- og bikarmeistararnir voru að hefja undirbúningstímabilið á meðan Blikar eru að klára langt tímabil sitt.

Einstaklingsmistök kostuðu Víkinga í leiknum og sagði Sölvi að það mætti skrifa klaufaskapinn að einhverju leiti æfingaálag síðustu daga.

„Alltaf leiðinlegt að tapa úrslitaleik. Góður leikur og lærðum margt af þessum leik en alltaf leiðinlegt að tapa úrslitaleik.“

„Klaufaskapur í uppspilinu hjá okkur. Við erum í fullu fjöri á undirbúningstímabilinu og erfiðar æfingar akkúrat núna, þannig menn voru kannski þungir í löppunum sem sýndi sig í mörkunum.“


Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var ekki á hliðarlínunni í gær, en hann var búinn að skipuleggja frí með fjölskyldunni og því fjarverandi að þessu sinni.

Skagamaðurinn er einn af þremur sem koma til greina í þjálfarastarfið hjá sænska félaginu Norrköping.

„Hann er í fjölskyldufríi fyrir norðan og var löngu búinn að plana það. Ég tók bara þennan leik í hans fjarveru,“ sagði Sölvi sem telur að öll umræða í kringum Arnar og áhuga erlendis hafi ekki áhrif á liðið.

„Nei, við erum ekkert að spá í því akkúrat núna. Við erum á miðju undirbúningstímabili og að undirbúa okkur fyrir næsta tímabil. Það er ekki að hafa nein áhrif á það.“

Víkingar ætla sér að styrkja hópinn frekar á næstunni en liðið er í leit að styrkja bæði vörn og sókn.

„Það eru einhverjar hreyfingar sem munu eiga sér stað. Arnar Borg fór til FH og við munum bæta við einhverjum leikmönnum.“

„Við erum búnir að vera að horfa í það að bæta í vörnina og sóknina,“
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner