Liverpool hefur áhuga á Neto - Man Utd fylgist með Inacio - Inter Miami vill fá Modric
   lau 10. júní 2023 18:04
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Tielemans í Aston Villa (Staðfest) - Uxinn líka á leiðinni
Mynd: Getty Images

Youri Tielemans er genginn ti lliðs við Aston Villa á frjálsri sölu.


Þessi 26 ára gamli belgíski miðjumaður gengur til lið við Villa um næstu mánaðarmót þegar samningur hans við Leicester rennur út.

Hann gekk til liðs við Leicester frá Monaco árið 2019 en hann er uppalinn hjá Anderlecht í heimalandinu. Hann var í liði Leicester sem vann FA bikarinn tímabilið 2020/21 og Samfélagsskjöldinn tímabilið á eftir.

Hann á 58 landsleiki að baki og var hluti af belgíska hópnum sem varð í 3. sæti á HM 2018 í Rússlandi.

Breskir miðlar greina frá því að Alex Oxlade-Chamberlain sé einnig á leið til félagsins.


Athugasemdir
banner