Liverpool hefur áhuga á Neto - Man Utd fylgist með Inacio - Inter Miami vill fá Modric
   lau 10. júní 2023 10:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Verðmiðinn á Havertz of stór - Orðaður við Arsenal
Kai Havertz.
Kai Havertz.
Mynd: EPA
Chelsea þarf að selja leikmenn í sumar eftir að hafa keypt inn leikmenn fyrir risastóra fjárhæðir síðustu mánuði.

Á meðal leikmanna sem gætu farið er þýski landsliðsmaðurinn Kai Havertz en það er áhugi á honum í Evrópu.

Hann hefur verið orðaður við spænska stórveldið Real Madrid, en hann er líka óvænt orðaður við Arsenal sem endaði í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar á nýliðnu tímabili.

Verðmiðinn á Havertz á þessari stundu er þó sagður fæla félögin í burtu. Chelsea er að biðja um 70 milljónir punda fyrir hinn 23 ára gamla Havertz.

Lundúnafélagið borgaði um 70 milljónir punda fyrir Havertz sumarið 2021, en það er talið að ekkert félag sé tilbúið að borga meira en 50 milljónir punda fyrir hann í sumar. Havertz, sem getur leyst flestar stöður framarlega á vellinum, hefur leikið 139 leiki fyrir Chelsea og skorað 32 mörk.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner