Arnar Már Guðjónsson miðjumaður ÍA átti góðan leik í 3-1 útisigri liðsins á Haukum í Hafnarfirði í kvöld. Tvö mörk ÍA undir lok fyrri hálfleiks skóp sigurinn eftir dapran fyrri hálfleik að hálfu þeirra. Aðstæður voru erfiðar fyrir knattspyrnuiðkun á meðan leiknum stóð.
,,Það er ekki hægt að segja að veðrið hafi boðið upp á sambabolta. Maður er búinn að vera horfa á HM í Brasilíu og síðan kemur maður í þetta. Aðal málið var að ná sigrinum við svona aðstæður og við náðum því," sagði Arnar Már sem skoraði tvö mörk í leiknum og segir að það hafi verið mikill léttir að hafa náð tveimur mörkum undir lok fyrri hálfleiksins.
,,Þetta var mjörg erfitt. Sérstaklega í fyrri hálfleik náðum við engu spili. Það var síðan þægilegt að ná inn tveimur mörkum rétt fyrir hálfleik og það sjokkeraði þá svolítið. Þetta var hinsvegar erfiður leikur og ógeðslega sætt. Þetta var hálfgerður rússibani undir lokin," sagði miðjumaður Skagamanna, Arnar Már.
Viðtalið í heild sinni er hægt að sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
























