„Þetta var frábær sigur, mjög sáttur. '" sagði Bjarni Ólafur Eiríksson sem átti fanta finan leik hjá Val í kvöld á sigri þeirra á Stjörnumönnum.
Lestu um leikinn: Stjarnan 1 - 2 Valur
„Við byrjuðum hörmulega hreint út sagt og vorum algjörlega undir í öllum fösum leiksins en náðum að vinna okkur inn í hann og fannst mér ívið sterkari eftir það og náðum að jafna sem var mjög mikilvægt.
Þetta er að mínu mati sigur liðsheildarinnar í dag og munurinn á okkur í ár og síðustu ár er þessi liðsheild sem er að skila þessum punktum hjá okkur þessa dagana. Mótið er hálfnað núna og það er soldið mikið eftir og við verðum bara að halda okkur á jörðinni. Fara ekker að missa okkur í eitthvað rugl"
Nánar er rætt við Bjarna Ólaf í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir























