Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
   mán 10. ágúst 2020 21:22
Brynjar Ingi Erluson
Lukaku sló fimmtán ára gamalt met - Skoraði í níunda leiknum í röð
Romelu Lukaku, framherji Inter á Ítalíu, sló fimmtán ára gamalt met í kvöld er hann skoraði í níunda leiknum í röð í Evrópudeildinni.

Lukaku hefur gert 31 mark í öllum keppnum á tímabilinu með Inter en hann skoraði í 2-1 sigri Inter á Leverkusen í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld.

Hann var að skora í níunda leik sínum í röð í keppninni og sló þar með met Alan Shearer frá 2005 sem skoraði í átta leikjum í röð.

Lukaku er þá fyrstur í sögu Inter til að skora í sex leikjum í röð í Evrópukeppni.

Ótrúlegt tímabil hjá Lukaku sem er nú á leið í undanúrslit Evrópudeildarinnar með Inter.
Athugasemdir
banner
banner