Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
Með þrjú stórmót og yfir 100 leiki á bakinu - „Ég fer með það í gröfina"
„Viðurkenning fyrir hana og íslenskan fótbolta"
Vann með Frank Lampard áður en hann tók til starfa hjá KSÍ
Gunnhildur elskar nýtt hlutverk - „Baldvin Leó fékk að fljóta með"
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
   mið 10. ágúst 2022 20:39
Ívan Guðjón Baldursson
Gary: Stebbi er einn af bestu markvörðum landsins
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Gary Martin gerði sigurmark Selfyssinga gegn Þór í Lengjudeildinni í dag með viðstöðulausu skoti eftir útspark frá Stefáni Þór Ágústssyni.


Lestu um leikinn: Selfoss 2 -  1 Þór

Þetta reyndist mikilvægt sigurmark þar sem Selfoss hafði ekki unnið fótboltaleik í heilan mánuð fyrir viðureignina. Selfyssingar virtust ætla að vera í toppbaráttu Lengjudeildarinnar eftir góða byrjun en svo töpuðu þeir þremur leikjum í röð og gerðu jafntefli fyrir sigurinn í dag.

„Það er gott að vinna fótboltaleik á ný, við byrjuðum illa og lentum undir eftir 15 sekúndur en við náðum í þrjú stig - það skiptir öllu máli. Ég stend við það sem ég sagði um að við séum með besta byrjunarliðið í Lengjudeildinni, við höfum bara verið óheppnir og það vantar breidd í hópinn. Við förum í hvern leik til að vinna hann og stefnum á að enda eins hátt og við getum á stöðutöflunni," sagði Gary.

„Stebbi (Stefán Þór) er einn af bestu markvörðum landsins og við vitum að hann er með frábæra löpp fyrir svona sendingar. Hann er alvöru fagmaður sem leggur gríðarlega mikið á sig á æfingum, það er langt síðan ég hef séð markmann æfa jafn stíft og Stebbi gerir og hann er bara 21 árs. Síðasti markvörður sem ég sá æfa af svona miklum metnaði er Hannes (Þór Halldórsson)."

Selfoss er í þriðja sæti þrátt fyrir slæmt gengi að undanförnu en er þó heilum átta stigum frá toppbaráttuliðunum sem eiga leik til góða.

Gary var að lokum spurður út í rauða spjaldið sem var gefið vitlausum leikmanni á 36. mínútu. Þorlákur Már Árnason þjálfari Þórsara var ósáttur með dóminn en Gary telur hann hafa átt rétt á sér.

„Þetta var rautt spjald en á rangan mann. Það hefði verið fínt að losna við Orra af vellinum því að mínu mati er hann þeirra besti leikmaður. Ég hef miklar mætur á Orra og held að hann væri í toppbaráttunni í efstu deild ef hann gæti haldið sér heilum."


Athugasemdir