Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
banner
   mið 10. ágúst 2022 20:39
Ívan Guðjón Baldursson
Gary: Stebbi er einn af bestu markvörðum landsins
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Gary Martin gerði sigurmark Selfyssinga gegn Þór í Lengjudeildinni í dag með viðstöðulausu skoti eftir útspark frá Stefáni Þór Ágústssyni.


Lestu um leikinn: Selfoss 2 -  1 Þór

Þetta reyndist mikilvægt sigurmark þar sem Selfoss hafði ekki unnið fótboltaleik í heilan mánuð fyrir viðureignina. Selfyssingar virtust ætla að vera í toppbaráttu Lengjudeildarinnar eftir góða byrjun en svo töpuðu þeir þremur leikjum í röð og gerðu jafntefli fyrir sigurinn í dag.

„Það er gott að vinna fótboltaleik á ný, við byrjuðum illa og lentum undir eftir 15 sekúndur en við náðum í þrjú stig - það skiptir öllu máli. Ég stend við það sem ég sagði um að við séum með besta byrjunarliðið í Lengjudeildinni, við höfum bara verið óheppnir og það vantar breidd í hópinn. Við förum í hvern leik til að vinna hann og stefnum á að enda eins hátt og við getum á stöðutöflunni," sagði Gary.

„Stebbi (Stefán Þór) er einn af bestu markvörðum landsins og við vitum að hann er með frábæra löpp fyrir svona sendingar. Hann er alvöru fagmaður sem leggur gríðarlega mikið á sig á æfingum, það er langt síðan ég hef séð markmann æfa jafn stíft og Stebbi gerir og hann er bara 21 árs. Síðasti markvörður sem ég sá æfa af svona miklum metnaði er Hannes (Þór Halldórsson)."

Selfoss er í þriðja sæti þrátt fyrir slæmt gengi að undanförnu en er þó heilum átta stigum frá toppbaráttuliðunum sem eiga leik til góða.

Gary var að lokum spurður út í rauða spjaldið sem var gefið vitlausum leikmanni á 36. mínútu. Þorlákur Már Árnason þjálfari Þórsara var ósáttur með dóminn en Gary telur hann hafa átt rétt á sér.

„Þetta var rautt spjald en á rangan mann. Það hefði verið fínt að losna við Orra af vellinum því að mínu mati er hann þeirra besti leikmaður. Ég hef miklar mætur á Orra og held að hann væri í toppbaráttunni í efstu deild ef hann gæti haldið sér heilum."


Athugasemdir
banner
banner
banner