„Ég er gríðarlega sáttur og stoltur af liðinu mínu," sagði Andri Steinn Birgisson þjálfari Þróttar í Vogum eftir 5-2 sigur liðsins á ÍH í gær.
Þróttarar tryggðu sér með sigrinum sæti í 3. deildinni á næsta ári en þeir mæta Vængjum Júpíters í úrslitaleik 4. deildarinnar á laugardag.
Þróttarar tryggðu sér með sigrinum sæti í 3. deildinni á næsta ári en þeir mæta Vængjum Júpíters í úrslitaleik 4. deildarinnar á laugardag.
„Við ætluðum okkur að taka þessa dollu sem er í boði. Eitt af tveimur markmiðum er komið og það er að fara upp. Við fögnum í kvöld og við fögnum svo innilega á lokahófi félagsins á laugardag."
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir






















