Magnús Már Einarsson skrifar frá Álaborg
,,Það verður gaman að keppa á móti sterku liði," segir Árni Vilhjálmsson leikmaður U21 árs landsliðs Íslands en liðið mætir Dönum í fyrri leiknum í umspili um sæti á EM klukkan 16:00 í dag.
Árni skoraði tíu mörk í Pepsi-deildinni í sumar með Breiðabliki og hann fer fullur sjálfstrausts inn komandi leiki í umspilinu.
,,Ég er yfirleitt fullur af sjálfstrausti og ég endaði tímabilið vel. Ég átti fínt season," sagði Árni en hann segir að stemningin sé góð í U21 árs hópnum.
Árni skoraði tíu mörk í Pepsi-deildinni í sumar með Breiðabliki og hann fer fullur sjálfstrausts inn komandi leiki í umspilinu.
,,Ég er yfirleitt fullur af sjálfstrausti og ég endaði tímabilið vel. Ég átti fínt season," sagði Árni en hann segir að stemningin sé góð í U21 árs hópnum.
,,Það er alltaf gaman að hitta þessa stráka þó þeir séu misskemmtilegir," sagði Árni í gríni og talaði síðan um fyrirliðann Sverri Inga Ingason.
,,Við erum æskuvinir og ég er orðinn helvíti þreyttur á honum. Ég er reyndar ekki með honum í herbergi. Ég er með Arnóri (Ingva Traustasyni) í herbergi og það er helvíti fínt."
Hér að ofan má sja´viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir























