Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
banner
   þri 10. desember 2019 17:26
Ívan Guðjón Baldursson
Sky Italia: Gattuso tekur við Napoli í vikunni
Sky á Ítalíu heldur því fram að Carlo Ancelotti muni yfirgefa Napoli eftir leik liðsins í kvöld gegn Genk í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

Því er haldið fram að úrslit leiksins skipti engu máli fyrir framtíð Ancelotti sem sé þegar ráðin. Gennaro Gattuso muni taka við af honum í vikunni.

Sigur í kvöld nægir til að fleyta Napoli upp úr erfiðum riðli ásamt Liverpool og spútnik liði RB Salzburg.

Ekki er ljóst hvort Aurelio De Laurentiis þurfi að reka Ancelotti eða hvort þeir hafi komist að samkomulagi um starfslok.

Greint er frá því að tilkynning um brottrekstur Ancelotti gæti verið birt skömmu eftir lokaflautið í kvöld.

Napoli hefur gengið illa að undanförnu og er liðið aðeins með 21 stig eftir 15 umferðir, sjö stigum frá Evrópusæti.

Gattuso, fyrrum lærisveinn Ancelotti hjá Milan, býr yfir reynslu úr Serie A eftir að hafa verið sjálfur við stjórnvölinn hjá Milan í eitt og hálft ár.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Atalanta 0 0 0 0 0 0 0 0
2 Bologna 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Cagliari 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Como 0 0 0 0 0 0 0 0
5 Cremonese 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Fiorentina 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Genoa 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Inter 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Juventus 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Lazio 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Lecce 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Milan 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Napoli 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Parma 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Pisa 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Roma 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Sassuolo 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Torino 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Empoli 38 6 13 19 33 59 -26 31
19 Venezia 38 5 14 19 32 56 -24 29
19 Udinese 0 0 0 0 0 0 0 0
20 Verona 0 0 0 0 0 0 0 0
20 Monza 38 3 9 26 28 69 -41 18
Athugasemdir
banner
banner