Enski fótboltamaðurinn Jesse Lingard hefur gefið sterka vísbendingu um að hann sé nálægt því að finna sér nýtt félag.
Lingard hefur verið án félags síðan í sumar er hann rann út á samningi hjá Nottingham Forest.
Þar áður spilaði hann fyrir bæði Manchester United og West Ham.
Þessi þrítugi sóknartengiliður hefur æft með bæði West Ham og Al-Ettifaq síðustu mánuði, en komst ekki að samkomulagi við félögin og er því enn án félags.
Lingard hefur verið duglegur í ræktinni að undanförnu og birti hann áhugaverð orð á Instagram sem gætu gefið vísbendingu um að hann sé að snúa aftur á völlinn.
„Dyrnar eru að opnast fyrir þér. Biðin var ekki refsing, heldur undirbúningur,“ segir í þessum hvatningarorðum sem Lingard birti.
Athugasemdir