Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   fim 11. júní 2020 23:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Haraldur Björnsson (Stjarnan)
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Hilmar Árni Halldórsson.
Hilmar Árni Halldórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þórarinn Ingi Valdimarsson.
Þórarinn Ingi Valdimarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar Örn Hauksson.
Óskar Örn Hauksson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Haraldur Björnsson hefur varið mark Stjörnunnar undanfarin ár. Hann lék með Val í Pepsi árið 2009, Þrótti í 1. deild árið 2010 og svo með Val tímabilið 2011. Eftir það hélt hann í atvinnumennsku en kom til baka árið 2017.

Erlendis lék Halli með Saprsborg, Fredirkstad, Strömmen og Lilleström í Noregi og Östersund í Svíþjóð. Áður en hann lék sinn fyrsta leik í efstu deild á Íslandi var hann á mála hjá Hearts í Skotlandi. Hann á að baki einn A-landsleik og lék á sínum tíma nítján U21 landsleik. Hann varði mark U21 árs landsliðsins í lokakeppni EM árið 2011. Hann sýnir í dag á sér hina hliðina.

Fullt nafn: Haraldur Björnsson

Gælunafn: Halli en úti var ég kallaður Harry

Aldur: 31

Hjúskaparstaða: Sambúð

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: Fyrstu mínúturnar voru 15 ára með Val í Reykjavíkurmótinu, fyrsti leikur í Pepsi var tvítugur

Uppáhalds drykkur: Sódavatn og Collab

Uppáhalds matsölustaður: Apótekið

Hvernig bíl áttu: Gamlan Porsche Cayenne

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Elskaði Band of Brothers þegar ég var lítill, annars er lítill tími til að horfa á sjónvarp með lítið barn

Uppáhalds tónlistarmaður: Queen og Pink Floyd

Fyndnasti Íslendingurinn: Jón Jónsson, Gills og Hjörvar Hafliðason

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Jarðarber, þrist og Snickers

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Ekkert mál

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Sé mig ekki flytja með fjölskylduna lengst út á land til að spila. Mæli samt hiklaust með því fyrir unga stráka til að fá reynslu

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Manuel Neuer. Leið eins og það væri 3 metra risaeðla hinu meginn á vellinum og við gætum spilað í marga daga án þess að skora.

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Margir mjög góðir en helst að nefna Guðmund Brynjólfsson, honum á ég mikið að þakka.

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Ekkert meira pirrandi en týpan sem reynir að dýfa sér til að fá víti

Sætasti sigurinn: Bikarmeistarar 2018, lang sætasti sigurinn.

Mestu vonbrigðin: Lenda í meiðslum eru alltaf mestu vonbrigðin

Uppáhalds lið í enska: Man Utd

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Óskar Örn Hauksson er geggjaður leikmaður en þá myndi hann líka hætta að reyna að skora frá miðju á móti mér.

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Veit ekki mikið hvað er að gerast hjá öðrum liðum en Óli Valur í Stjörnunni getur orðið frábær leikmaður

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Verð að gefa mínum manni Eyjólfi Héðinssyni þetta.

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi:

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Íslenskur er það Eiður Smári annars Messi

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Hilmar Árni, laumu höstler

Uppáhalds staður á Íslandi: Alltaf best að vera heima hjá sér.

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Man ekki eftir neinu skemmtilegu atviki beint. Það er samt alltaf skemmtilegt að eiga góðar vörslur sérstaklega þegar þær vinna stig og leiki.

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: Leggja símann frá mér

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Aðallega handbolta en svo lauslega með flestu sem gerist

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike Phantom

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Klárlega spænsku

Vandræðalegasta augnablik: Var að ferðast með kærustunni minni í fyrsta skipti og fékk matareitrun í Taílandi á sama tíma fór vatnið af hótelinu í 12 tíma. Vera með upp og niður og ekki hægt að sturta niður er mjög vandræðanlegt. (hún hætti ekki með mér samt)

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Brynjar Gauta alltaf gott að hafa einn sveitaharðhaus með sér til að veiða í matinn eða skalla kókoshnetur. Guðjón Orra og Þórarinn Inga Valdimarsson bara til að hlusta á þá tuða um það hvernig við ættum að komast af eyjunni.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Mér finnst kjötbollur ekki góðar

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Hilmar Árni mest down to earth gaur sem ég hef kynnst, besti leikmaðurinn í deildinni en alltof svo sultu slakur, les heimspeki, swæpar Tinder og skorar svo bara perlur þess á milli. Topp eintak

Hverju laugstu síðast: Að Hilmar Árni sé á Tinder, því miður

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Standa í marki í taktík

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Myndi spyrja Gianluigi Buffon um treyjuna hans

Þú getur keypt Harald í Draumaliðsdeild Eyjabita - Smelltu hér til að taka þátt!
Athugasemdir
banner