Wharton til Real Madrid - Chelsea vill Vini - Sunderland horfir til Barcelona - Sterling að losna úr prísundinni?
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
   þri 11. júní 2024 23:30
Sölvi Haraldsson
Óli Kristjáns: Ágætis nýting hjá henni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Öruggur sigur. Það tók smá tíma að brjóta þær.“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Þróttar, eftir 4-1 sigur á Aftureldingu í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.


Lestu um leikinn: Afturelding 1 -  4 Þróttur R.

Leah Maryann Pais gerði sér lítið fyrir í kvöld og skoraði fjögur mörk og var valin maður leiksins.

Ágætis nýting hjá henni. Það voru svosem fleiri færi í þessu. Þetta er það sem ég hef verið að tala um. Færasköpunin hefur verið fín en færanýtingin ekkert sérlega góð. Vonandi erum við aðeins að stíga upp úr þeim dal núna. En það kemur ekkert að sjálfu sér. Heildarframmistaðan hjá liðinu var mjög góð.“

Þróttur er núna einum leik frá Laugardalsvelli en aðeins tveimur leikjum frá því að verða bikarmeistarar. Ólafur segir þó að það sé ennþá löng leið framundan hjá Þróttaraliðinu.

Þegar þú segir þetta í þessari setningu þá virkar þetta stutt en það er löng leið ennþá. En við erum nær.

Næsti leikur liðsins er í deildinni á útivelli gegn einu besta liði landsins, Breiðablik.

Núna þurfum við að ná þreytunni úr okkur eftir þennan leik og undirbúa okkur fyrir næsta leik gegn Breiðablik í Kópavoginum. Það verður virkilega erfitt verkefni.“

Þegar viðtalið var tekið var ekki búið að draga í undanúrslitin en Ólafur var bara með eina ósk og það var að fá heimaleik. Hins vegar var sú ósk ekki að veruleika þar sem Þróttur fékk Val á útivelli í undanúrslitunum.

Viðtalið við Ólaf má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner