Liverpool undirbýr tilboð í Williams - Man Utd setur verðmiða á Bruno sem er orðaður við Bayern - Vlahovic orðaður við Barca
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   þri 11. júní 2024 23:30
Sölvi Haraldsson
Óli Kristjáns: Ágætis nýting hjá henni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Öruggur sigur. Það tók smá tíma að brjóta þær.“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Þróttar, eftir 4-1 sigur á Aftureldingu í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.


Lestu um leikinn: Afturelding 1 -  4 Þróttur R.

Leah Maryann Pais gerði sér lítið fyrir í kvöld og skoraði fjögur mörk og var valin maður leiksins.

Ágætis nýting hjá henni. Það voru svosem fleiri færi í þessu. Þetta er það sem ég hef verið að tala um. Færasköpunin hefur verið fín en færanýtingin ekkert sérlega góð. Vonandi erum við aðeins að stíga upp úr þeim dal núna. En það kemur ekkert að sjálfu sér. Heildarframmistaðan hjá liðinu var mjög góð.“

Þróttur er núna einum leik frá Laugardalsvelli en aðeins tveimur leikjum frá því að verða bikarmeistarar. Ólafur segir þó að það sé ennþá löng leið framundan hjá Þróttaraliðinu.

Þegar þú segir þetta í þessari setningu þá virkar þetta stutt en það er löng leið ennþá. En við erum nær.

Næsti leikur liðsins er í deildinni á útivelli gegn einu besta liði landsins, Breiðablik.

Núna þurfum við að ná þreytunni úr okkur eftir þennan leik og undirbúa okkur fyrir næsta leik gegn Breiðablik í Kópavoginum. Það verður virkilega erfitt verkefni.“

Þegar viðtalið var tekið var ekki búið að draga í undanúrslitin en Ólafur var bara með eina ósk og það var að fá heimaleik. Hins vegar var sú ósk ekki að veruleika þar sem Þróttur fékk Val á útivelli í undanúrslitunum.

Viðtalið við Ólaf má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner