Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 11. júlí 2019 09:30
Magnús Már Einarsson
Markahæsti maður í sögu Liechtenstein mætir á Kópavogsvöll
Mario Frick í leik gegn Íslandi á Laugardalsvelli.
Mario Frick í leik gegn Íslandi á Laugardalsvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Þór Veruson
Breiðablik mætir Vaduz frá Liechtenstein í 1. umferð Evrópudeildarinnar klukkan 20:00 annað kvöld. Vaduz spilar í B-deildinni í Sviss en fær sæti í Evrópukeppni þar sem liðið vann bikarkeppnina í Liechtenstein í fyrra eins og svo oft áður.

Þjálfari liðsins er Mario Frick sem spilaði með landsliði Liechtenstein frá 1993 til 2015 en hann var 41 árs þegar hann hætti að spila með liðinu.

Frick var lengi í lykilhlutverki í landsliðinu en hann spilaði oftast sem framherji og er markahæstur í sögu Liechtenstein með 16 mörk í 125 leikjum. Frick spilaði einnig með bæði Hellas Verona og Siena í Serie A á ferli sínum.

Sonur hans, Noah, er leikmaður Vaduz en hann er 17 ára gamall og hefur nú þegar spilað sinn fyrsta leik með Liechtenstein.

Sjálfur tók Mario Frick við þjálfun Vaduz í fyrra eftir að hafa áður þjálfað yngri landslið Liechtenstein.

Sjá einnig:
Gulli mætir gömlu félögunum: Á yndislegar minningar þaðan


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner