Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
   fim 11. júlí 2019 22:48
Kristófer Jónsson
Palli Gísla: Löglegt mark tekið af okkur
Páll Viðar Gíslason, þjálfari Magna.
Páll Viðar Gíslason, þjálfari Magna.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Páll Viðar Gíslason, þjálfari Magna, var hundfúll með 1-1 jafntefli sinna manna gegn Þór í dag. Jöfnunarmark Þórsara kom á 90.mínútu leiksins.

„Það er sárt að löglegt mark sé tekið af okkur í stöðunni 1-0. Það er búið að sýna mér þetta í sjónvarpinu og hann var klárlega ekki rangstæður." sagði Palli eftir leik en á hann þá við atvik á 84.mínútu þegar að Kristinn Þór skoraði en var dæmdur rangstæður.

Lestu um leikinn: Magni 1 -  1 Þór

Þórsarar voru meira með boltann í leiknum en Magnamenn vörðust vel og gekk það illa hjá gestunum frá Akureyri að finna glufur í gegnum múrinn.

„Magnamenn lögðu sig vel fram í dag. Börðust um alla bolta og voru þéttir og gerðu geggjuðu Þórsliði erfitt fyrir. Að sjálfsögðu hefði ég viljað þrjú stig en annars sáttur við leikinn."

Sveinn Óli Birgisson, fyrirliði Magna, var valinn maður leiksins af Fótbolta.net í kvöld en hann hefur verið mikið meiddur á tímabilinu og var hann farinn að kveinka sér í fyrri hálfleik en kláraði samt leikinn.

„Hann ásamt fleirum hafa verið að glíma við erfið meiðsli en hann sýndi gríðarlega leiðtogahæfileika í dag sem fyrirliði og ég var mjög stoltur að sjá hann í dag." sagði Palli aðspurður um Svein Óla.

Nánar er rætt við Páll Viðar í spilaranum að ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner