PSG og Man Utd gætu gert skiptidíl - Engar viðræður um Salah - Konate má fara fyrir 15 milljónir punda
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
banner
   fim 11. júlí 2019 22:48
Kristófer Jónsson
Palli Gísla: Löglegt mark tekið af okkur
Páll Viðar Gíslason, þjálfari Magna.
Páll Viðar Gíslason, þjálfari Magna.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Páll Viðar Gíslason, þjálfari Magna, var hundfúll með 1-1 jafntefli sinna manna gegn Þór í dag. Jöfnunarmark Þórsara kom á 90.mínútu leiksins.

„Það er sárt að löglegt mark sé tekið af okkur í stöðunni 1-0. Það er búið að sýna mér þetta í sjónvarpinu og hann var klárlega ekki rangstæður." sagði Palli eftir leik en á hann þá við atvik á 84.mínútu þegar að Kristinn Þór skoraði en var dæmdur rangstæður.

Lestu um leikinn: Magni 1 -  1 Þór

Þórsarar voru meira með boltann í leiknum en Magnamenn vörðust vel og gekk það illa hjá gestunum frá Akureyri að finna glufur í gegnum múrinn.

„Magnamenn lögðu sig vel fram í dag. Börðust um alla bolta og voru þéttir og gerðu geggjuðu Þórsliði erfitt fyrir. Að sjálfsögðu hefði ég viljað þrjú stig en annars sáttur við leikinn."

Sveinn Óli Birgisson, fyrirliði Magna, var valinn maður leiksins af Fótbolta.net í kvöld en hann hefur verið mikið meiddur á tímabilinu og var hann farinn að kveinka sér í fyrri hálfleik en kláraði samt leikinn.

„Hann ásamt fleirum hafa verið að glíma við erfið meiðsli en hann sýndi gríðarlega leiðtogahæfileika í dag sem fyrirliði og ég var mjög stoltur að sjá hann í dag." sagði Palli aðspurður um Svein Óla.

Nánar er rætt við Páll Viðar í spilaranum að ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir