Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   fim 11. júlí 2019 22:48
Kristófer Jónsson
Palli Gísla: Löglegt mark tekið af okkur
Páll Viðar Gíslason, þjálfari Magna.
Páll Viðar Gíslason, þjálfari Magna.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Páll Viðar Gíslason, þjálfari Magna, var hundfúll með 1-1 jafntefli sinna manna gegn Þór í dag. Jöfnunarmark Þórsara kom á 90.mínútu leiksins.

„Það er sárt að löglegt mark sé tekið af okkur í stöðunni 1-0. Það er búið að sýna mér þetta í sjónvarpinu og hann var klárlega ekki rangstæður." sagði Palli eftir leik en á hann þá við atvik á 84.mínútu þegar að Kristinn Þór skoraði en var dæmdur rangstæður.

Lestu um leikinn: Magni 1 -  1 Þór

Þórsarar voru meira með boltann í leiknum en Magnamenn vörðust vel og gekk það illa hjá gestunum frá Akureyri að finna glufur í gegnum múrinn.

„Magnamenn lögðu sig vel fram í dag. Börðust um alla bolta og voru þéttir og gerðu geggjuðu Þórsliði erfitt fyrir. Að sjálfsögðu hefði ég viljað þrjú stig en annars sáttur við leikinn."

Sveinn Óli Birgisson, fyrirliði Magna, var valinn maður leiksins af Fótbolta.net í kvöld en hann hefur verið mikið meiddur á tímabilinu og var hann farinn að kveinka sér í fyrri hálfleik en kláraði samt leikinn.

„Hann ásamt fleirum hafa verið að glíma við erfið meiðsli en hann sýndi gríðarlega leiðtogahæfileika í dag sem fyrirliði og ég var mjög stoltur að sjá hann í dag." sagði Palli aðspurður um Svein Óla.

Nánar er rætt við Páll Viðar í spilaranum að ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner