Bruno vill ekki fara frá Man Utd - Enzo Fernandez orðaður við PSG - Atletico vill Gomes
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
banner
   þri 11. júlí 2023 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Aldursforsetinn ánægð með framtakið - „Vonandi peppar það kvennafótbolta yfir höfuð"
Ákveðinn skellur að vera elst
Við viljum hafa áhrif á yngri kynslóðina og vera fyrirmyndir fyrir þær
Við viljum hafa áhrif á yngri kynslóðina og vera fyrirmyndir fyrir þær
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stelpurnar eru geggjaðar og mér finnst alltaf gaman að koma hitta þær
Stelpurnar eru geggjaðar og mér finnst alltaf gaman að koma hitta þær
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnhildur ræddi við fjölmiðla í dag.
Gunnhildur ræddi við fjölmiðla í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Leikurinn gegn Finnlandi leggst mjög vel í mig, mér finnst langt síðan við höfum komið saman og spilað. Það er gott að vera komnar saman og líka í þessu frábæra veðri líka," sagði Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir fyrir landsliðsæfingu í dag.

Kvennalandsliðið spilar vináttulandsleik gegn Finnlandi á Laugardalsvelli á föstudagskvöld.

„Ég er búin að sakna sólarinnar þannig þetta er bara mjög fínt. Það eru mörg ný andlit í hópnum og gaman að fá þær inn, við söknum nokkurra reynslumikilla leikmanna, en það gefur öðrum tækifæri og það er gaman af því."

„Veðrið er frábært og þið vitið hvað Íslendingar gera í frábæru veðri, þá er farið í útilegu og sumarbústað. Ég veit að Símamótsstelpurnar ætla koma og það verður geggjað. Gaman að fá yngri kynslóðina á völlinn, maður vill hafa áhrif á þau. Þetta verður skemmtilegur leikur og ég mæli með að fólkið sem er í bænum kíki á völlinn."


Allir keppendur á Símamótinu fá frítt á leikinn á föstudag.

„Mér finnst það bara geggjað og vonandi peppar það kvennafótbolta yfir höfuð. Ég held það sé frábært líka fyrir okkur, við viljum hafa áhrif á yngri kynslóðina og vera fyrirmyndir fyrir þær. En svo gefa þær okkur líka ofboðslega mikið, orkan sem kemur frá ungdóminum er frábær."

Er leiknum á föstudag, sem er liður í síðasta undirbúningi fyrir Þjóðadeildina í haust, tekið mjög alvarlega?

„Þetta er æfingaleikur en þetta eru núna síðustu æfingaleikirnir fyrir stórmótið (Þjóðadeildina) sem hefur mikil áhrif á EM og því mjög mikilvægt. Ég held að við einbeitum okkur mest á okkur og okkar leik og hvernig við viljum spila. Þetta er svona síðasta prófið áður en við byrjum í Þjóðadeildinni."

Gunnhildur er aldursforsetinn í hópnum, 34 ára gömul og lék í apríl sinn 100. landsleik. Er alltaf jafn gaman að koma til móts við landsliðið?

„Auðvitað, annars væri ég ekki hérna," sagði Gunnhildur og brosti. „Þetta eru frábærar stelpur, núna í þessum hóp er ég elst. Það er ákveðinn skellur en, stelpurnar eru geggjaðar og mér finnst alltaf gaman að koma hitta þær."

Nánar var rætt við Gunnhildi í viðtalinu sem má sjá í spilaranum efst. Hún er þar spurð út í Stjörnuna, Bestu deildina og ýmislegt fleira.
Athugasemdir
banner
banner