Man City að undirbúa tilboð í Guehi - Man Utd hyggst ekki fá Rashford aftur - Gomez áfram hjá Liverpool
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
   sun 11. ágúst 2013 19:50
Magnús Már Einarsson
Rúnar Kristins: Alex hent í markið þegar hann var lítill
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var ánægður eftir 3-1 sigur liðsins á ÍBV í kvöld. Rúnar hafði tvöfalda ástæðu til að vera ánægður því auk sigursins spilaði sonur hans Rúnar Alex sinn fyrsta lek í Pepsi-deildinni.

Alex kom inn á sem varmaður í upphafi síðari hálfleiks eftir að Hannes Þór Halldórsson fékk að líta rauða spjaldið.

Lestu um leikinn: KR 3 -  1 ÍBV

,,Hannes er búinn að vera okkar fyrsti markvörður og hann er landsliðsmarkvörður Islands þannig að það er erfitt fyrir Alex að slá hann út. Hann er mjög efnilegur og hefur staðið sig gríðarlega vel."

,,Rautt spjald er kannski hans eini séns til að koma inn. Ég hefði ekki skipt Hannesi út bara til að gefa honum leik."


Hannes er í leikbanni í næsta leik gegn Breiðabliki og Rúnar Alex verður því í markinu þar.

,,Ég treysti honum fullkomlega í það. Ég hefði treyst honum í fyrsta leik í deildinni í sumar án vandkvæða. Hann er þroskaður strákur og hörkugóður markvörður. Hann á eftir að standa sig vel."

Rúnar var frábær miðjumaður á sínum tíma en af hverju gerðist sonur hans markvörður?

,,Þetta var eitthvað sem móðir hans vildi helst ekki að myndi gerast. Hann veiktist þegar hann var mjög ungur og fór á spítala í nokkra daga."

,,Þegar hann kom út var hann búinn að grennast og var aumur og lítill. Hann var 7 eða 8 ára og honum var hent í markið. Hann stóð sig svo vel að menn vildu ekki hleypa honum út aftur. Hann var hörkugóður fótboltamaður og er það líka í dag,"
sagði Rúnar sem hrósaði FH og Breiðabliki sérstaklega í lok viðtalsins.

,,Ég vil hrósa bæði Óla og Heimi fyrir þeirra leiki með sínum liðum á undanförnum vikum. Það er gaman að sjá hvað íslensku liðin eru að spila vel og hvað þau eru skipulögð. Það er ánægjulegt að sjá þau standa sig vel og Heimir og Óli eiga mikið hrós skilið."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner