Magnús Gylfason, þjálfari Vals var svekktur eftir 1-0 tap sinna manna gegn Fram í kvöld.
Sigurinn var sanngjarn og viðurkenndi Magnús það.
Sigurinn var sanngjarn og viðurkenndi Magnús það.
,,Það vantaði allan kraft og vilja sem við erum búnir að horfa upp á í síðustu tveim leikjum, lítil ógnun fram á við og holningin á liðinu léleg."
Dagði Bergsson er búinn að vera góður síðan hann kom til liðsins en hann var ekki með vegna meiðsla. Magnús segir Valsliðið hafa saknað hans.
,,Hann er nýkominn til liðsins en miðað við síðustu tvo leiki þá söknuðum við hans. Hann er búinn að vera okkar aðal ógnun. En andskotinn hafi það, við verðum að geta þolað að einn maður meiðist."
,,Við áttum ekkert skilið úr þessu, ætli við verðum ekki bara að segja að þeir unnu sanngjarnt, 1-0."
Magnús segir að liðið sé ekki lengur að hugsa um evrópusæti.
,,Ég hef ekki hugmynd um það, okkur veitir ekkert af því að hugsa bara um næsta leik. Við erum löngu hættir að hugsa um einhver evrópusæti. Við verðum að girða okkur í brók og mæta einbeittir á föstudaginn á heimavelli."
Umræða var í Pepsi mörkunum að Fjalar Þorgeirsson, markmaður Vals, væri búinn að vera en Magnús sagði svo ekki vera.
,,Ég tel hann ekki búinn að vera, annars væri ég ekki með hann í markinu. Eigum við ekki bara að kenna sólinni hans Baldurs um það?"
Athugasemdir























