Man City að undirbúa tilboð í Guehi - Man Utd hyggst ekki fá Rashford aftur - Gomez áfram hjá Liverpool
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
   mán 11. ágúst 2014 21:45
Jóhann Ingi Hafþórsson
Maggi Gylfa: Erum löngu hættir að hugsa um Evrópusæti
Magnús Gylfason.
Magnús Gylfason.
Mynd: Ingólfur Hannes Leósson
Magnús Gylfason, þjálfari Vals var svekktur eftir 1-0 tap sinna manna gegn Fram í kvöld.

Sigurinn var sanngjarn og viðurkenndi Magnús það.

,,Það vantaði allan kraft og vilja sem við erum búnir að horfa upp á í síðustu tveim leikjum, lítil ógnun fram á við og holningin á liðinu léleg."

Dagði Bergsson er búinn að vera góður síðan hann kom til liðsins en hann var ekki með vegna meiðsla. Magnús segir Valsliðið hafa saknað hans.

,,Hann er nýkominn til liðsins en miðað við síðustu tvo leiki þá söknuðum við hans. Hann er búinn að vera okkar aðal ógnun. En andskotinn hafi það, við verðum að geta þolað að einn maður meiðist."

,,Við áttum ekkert skilið úr þessu, ætli við verðum ekki bara að segja að þeir unnu sanngjarnt, 1-0."

Magnús segir að liðið sé ekki lengur að hugsa um evrópusæti.

,,Ég hef ekki hugmynd um það, okkur veitir ekkert af því að hugsa bara um næsta leik. Við erum löngu hættir að hugsa um einhver evrópusæti. Við verðum að girða okkur í brók og mæta einbeittir á föstudaginn á heimavelli."

Umræða var í Pepsi mörkunum að Fjalar Þorgeirsson, markmaður Vals, væri búinn að vera en Magnús sagði svo ekki vera.

,,Ég tel hann ekki búinn að vera, annars væri ég ekki með hann í markinu. Eigum við ekki bara að kenna sólinni hans Baldurs um það?"

Athugasemdir
banner
banner