De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
Bjarni Jó: Blessaður vertu ég er búinn að vera í þessu í tæp 40 ár
Pablo Aguilera: Vissulega kalt fyrir mig komandi frá Spáni
Jóhann Birnir: Mér fannst það vera rautt spjald
Liam Daði: Höfum alla burði og getu til þess að vinna þessi stærri lið
Haraldur Freyr: Eðlilega pirraður en hvað hann sagði veit ég ekki
Venni: Miðað við aðstæður var þetta ótrúlega fallegt mark
Hemmi Hreiðars: Við þurfum að ná 90 mínútum eins og við tókum seinni hálfleik
John Andrews: Þrjú skot á markið og skoruðu tvö crazy mörk
Óli Hrannar: Brugðumst ekki vel við aðstæðum
Óskar Smári: Eins mikið haglél og ég hef séð frá því í nóvember
Úlfa Dís: Ég var mjög hissa
Siggi Höskulds: Litast af glötuðu veðri
Aldís: Við erum bara með bestu vörnina, það er bara þannig.
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
   sun 11. ágúst 2024 20:03
Anton Freyr Jónsson
Rúnar Páll: Mjög pirrandi en gömul saga á ný
Rúnar Páll, þjálfari Fylkis.
Rúnar Páll, þjálfari Fylkis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ánægður með fyrri hálfleikinn, ánægður með síðustu 20 í seinni hálfleik. Síðan lágu aðeins KA menn á okkur þarna fyrstu 20.mínúturnar í seinni hálfleik, en fengu engin færi eða neitt þannig, reyndar skora þeir markið sitt sem mér finnst bara frekar dapurt af okkur að gefa þeim." sagði Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Fylkis eftir 1-1 jafnteflið við KA Í Árbænum í dag.


Lestu um leikinn: Fylkir 1 -  1 KA

„Það er mjög pirrandi og það er bara gömul saga á ný en það kemur, við verðum að vera jákvæðir og reyna það. Fáum hérna stig gegn öflugu KA liði sem er búið að gera feykilega vel í síðustu leikjum og við ætlum bara að taka það og síðan höldum við bara áfram."

Framundan hjá Fylki er risa fallbaráttuslagur þegar Fylkir fer upp í Kór og mætir HK. Hvernig horfir Rúnar Páll á framhaldið?

„Mér lýst bara vel á framhaldið, það er bara do or die móti HK á sunnudaginn og það er ekkert flóknara en það, við verðum að vinna þann leik."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinui hér að ofan þar sem Rúnar ræðir meðal annars um félagskiptagluggann og möguleikan á því hvort það komi leikmaður til félagsins fyrir gluggalok. 
Athugasemdir
banner
banner