Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
   sun 11. ágúst 2024 11:45
Sölvi Haraldsson
Stefán Teitur ljósið í myrkrinu
Stefán Teitur í umræddum leik.
Stefán Teitur í umræddum leik.
Mynd: Preston

Stefán Teitur Þórðarson, leikmaður Preston North End, byrjaði opnunarleikinn gegn Sheffield United á föstudaginn sem fór 2-0 fyrir Sheffield. 


Stuðningsmenn Preston eru ánægðir með frammistöðu Stefáns í mjög slökum leik hjá Preston liðinu. Margir segja að hann hafi verið ljósið í myrkrinu.

Skagamaðurinn gekk í raðir Preston í sumar og frá Silkeborg og hefur heillað tjallann bæði innan sem utan vallar.

Einn stuðningsmaður Preston segist hafa hitt hann deginum eftir tapleikinn. Hann talar um að Stefán sé hið besta skinn utan vallar en stóð sig frábærlega í leiknum gegn Sheffield á föstudaginn.

Tölfræðin sýnir einnig hversu vel Stefán stóð sig en eins og sjá má hér að neðan átti hann ekki eina misheppnaða sendingu í leiknum og skapaði flest færin af öllum. Stefán var tekinn útaf þegar aðeins minna en 20 mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner