29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   mán 11. ágúst 2025 22:44
Kjartan Leifur Sigurðsson
Lárus Orri: Heimir er að kveikja í pleisinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við áttum að vera búnir að klára leikinn þegar þetta leikrit fer í gang í lok fyrri hálfleiks." segir Lárus Orri Sigurðsson, þjálfari ÍA, eftir tap Skagamanna gegn FH í kvöld, 3-2.

Lestu um leikinn: FH 3 -  2 ÍA

Skagamenn byrjuðu mikið betur, skoruðu tvö mörk og voru með algjöra yfirburði, svo fór að halla undan fæti.

„Leikurinn fer í uppnám eftir þessi fíflalæti sem fara í gang. Við förum inn í klefa með 2-1 stöðu og byrjunin af seinni hálfleik og fram að þriðja marki þeirra var ekki nógu gott hjá okkur, sá kafli tapar leiknum."

Heimir Guðjónsson og Dean Martin fengu báðir rautt spjald eftir stympingar á hliðarlínunni.

„Heimir er að kveikja í pleisinu og hræra aðeins upp í þessu. Dómararnir eiga að sjá í gegnum þetta, sussa á hann og segja honum að hætta þessum fíflagang. Fyrst þeir henda rauðu spjaldi á þetta hlýtur þetta að vera nokkra leikja bann, það er ekki gott að vera skalla menn."

Skagamenn eru enn neðstir í deildinni, nú fjórum stigum frá öruggu sæti.

„Fjögur stig, já en það eru enn 27 stig eftir í pottinum. Það er bara áfram gakk og baráttan heldur áfram, segir Lárus Orri að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner