Real Madrid vill tvo leikmenn Chelsea - Man Utd hefur áhuga á Vlahovic - Bernardo Silva íhugar að fara til Sádi-Arabíu næsta sumar
Jökull óskar Víkingum til hamingju með titilinn: „Ekkert sálfræðistríð í því“
Gylfi: Ef við klárum þetta þá verður þetta sætara
Sigurjón um Rúnar: Einn besti þjálfari á landinu, ef ekki sá besti
Túfa: Alltof margir dottnir úr liðinu
Helgi Sig: Fjórða sætið er innan seilingar
Hrannar Snær: Við ætlum að halda okkur uppi
Birnir Snær: 5-10 mínútur þar sem við vorum ekki seigir
Haddi Jónasar: Ég ætla ekki að henda Tönning undir rútuna
Maggi Már: Strætó #15 rúllar í gegnum allan Mosfellsbæinn og fer beint niður á Meistaravelli og stoppar þar fyrir utan
Muhamed Alghoul: Sýndum afhverju við eigum skilið að ná þessu markmiði okkar
Frans Elvarsson: Gaman að loksins vinna á þessum velli
Nacho Heras: Hugsaði jafnvel að ég ætti bara að gefast upp
Haraldur Freyr: Fann bara að orkan í okkur var frábær
Sindri Kristinn fullur þakklætis: „Ég er svo hamingjusamur að hafa náð þessu með félaginu mínu"
Hemmi Hreiðars: Held að fólk átti sig ekki á því
Dóri Árna: Svekkelsi að fá ekki betri stöður með útileikmann í markinu
Viktor Jóns: Með breytingum fara menn upp á tærnar
Björn Daníel líklega að hætta: Held það sé best að hætta á þessum nótum
Framtíð Heimis í óvissu: Ólíklegt að ég haldi áfram
Lárus Orri: Gripið inn í leikinn með skrítnum dómgæslum
   mán 11. ágúst 2025 22:44
Kjartan Leifur Sigurðsson
Lárus Orri: Heimir er að kveikja í pleisinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við áttum að vera búnir að klára leikinn þegar þetta leikrit fer í gang í lok fyrri hálfleiks." segir Lárus Orri Sigurðsson, þjálfari ÍA, eftir tap Skagamanna gegn FH í kvöld, 3-2.

Lestu um leikinn: FH 3 -  2 ÍA

Skagamenn byrjuðu mikið betur, skoruðu tvö mörk og voru með algjöra yfirburði, svo fór að halla undan fæti.

„Leikurinn fer í uppnám eftir þessi fíflalæti sem fara í gang. Við förum inn í klefa með 2-1 stöðu og byrjunin af seinni hálfleik og fram að þriðja marki þeirra var ekki nógu gott hjá okkur, sá kafli tapar leiknum."

Heimir Guðjónsson og Dean Martin fengu báðir rautt spjald eftir stympingar á hliðarlínunni.

„Heimir er að kveikja í pleisinu og hræra aðeins upp í þessu. Dómararnir eiga að sjá í gegnum þetta, sussa á hann og segja honum að hætta þessum fíflagang. Fyrst þeir henda rauðu spjaldi á þetta hlýtur þetta að vera nokkra leikja bann, það er ekki gott að vera skalla menn."

Skagamenn eru enn neðstir í deildinni, nú fjórum stigum frá öruggu sæti.

„Fjögur stig, já en það eru enn 27 stig eftir í pottinum. Það er bara áfram gakk og baráttan heldur áfram, segir Lárus Orri að lokum.
Athugasemdir