Dejan Lovren, fyrrum varnarmaður Liverpool og Southampton, er á leið til Grikklands en frá þessu greinir Fabrizio Romano.
Gríska félagið PAOK er nálægt því að ná samkomulagi við Lyon um kaup á þessum 35 ára gamla króatíska varnarmanni.
Hann hefur samþykkt að ganga til liðs við félagsins en hann bíður nú bara eftir því að félögin klári samskiptin sín á milli.
Lovren gekk til liðs við Southampton árið 2013 en aðeins ári síðar var hann orðinn leikmaður Liverpool þar sem hann ensku úrvalsdeildina og Meistaradeildina með liðinu.
Athugasemdir