Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
   mið 12. febrúar 2025 13:12
Elvar Geir Magnússon
Helsinki
„Innst inni held ég að allir hafi skilning fyrir þessu“
Daníel Hafsteinsson.
Daníel Hafsteinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Daníel Hafsteinsson gekk í raðir Víkings frá KA í vetur og hefur smellpassað í liðið og leikið vel á undirbúningstímabilinu. Spurning er hvort hann verði í byrjunarliðinu á morgun, þegar Víkingur mætir Panathinaikos í fyrri viðureign liðanna í umspili Sambandsdeildarinnar.

Daníel spjallaði við Fótbolta.net á hóteli Víkings í Helsinki í dag, áður en hann gerði sig kláran fyrir síðustu æfingu fyrir leikinn stóra.

„Ég er mjög spenntur. Þetta er fyrsti alvöru keppnisleikurinn hjá mér. Það er mjög skemmtilegt að takast á við svona stórt verkefni strax, þess vegna er maður í þessu. Ég held að það sé bullandi sjálfstraust í liðinu. Það er búið að gera frábæra hluti í Evrópu og ég held að það sé engin ástæða fyrir öðru en að fara fullgíraðir í þennan leik," segir Daníel.

Hvað veit hann um Panathinaikos liðið, mótherja morgundagsins?

„Þetta eru alvöru gæjar sem hafa spilað út um alla Evrópu og eru vanir töluvert hærra tempói en íslenska deildin. Þeir eru frábærir í fótbolta en við erum það líka og verðum bara að jafna þá út."

Sturlað að geta tekið þátt í svona ævintýri
Eins og áður segir hefur Daníel leikið vel með Víkingi í vetur en hann fékk hrós frá nýjum þjálfara liðsins, Sölva Geir Ottesen, á dögunum.

„Þetta hefur bara verið helvíti gott. Maður er búinn að koma sér aðeins í form og er kominn í fínasta form núna. Maður þarf að taka þessu alvarlega ef maður ætlar að fá að spila eitthvað og þetta hefur bara gengið fínt. Þetta er frábært lið og vel skipulagt og rútinerað. Þá er bara þokkalega fínt að komast inn í það."

Er ekki gaman að geta tekið þátt í svona ævintýri með íslensku félagsliði?

„Það er bara sturlað. Þetta er ógeðslega gaman. Maður er með smá reynslu af því að taka þátt í Evrópu með KA þó við höfum ekki náð að komast svona langt þar. Þetta er skemmtilegt."

Auðvitað eru tilfinningar í þessu
Daníel rifti samningi sínum við KA í vetur og samdi við Víking. Það var að sjálfsögðu mikið högg fyrir KA að missa einn sinn besta mann. Hvernig var aðdragandinn að þessum skiptum?

„Árið áður var ég búinn að pæla í því að breyta aðeins til. Ég hef búið á Akureyri lengi og þekki hvern krók og kima að þar. Það var búið að blunda í mér að breyta til. Svo segi ég upp samningnum þarna og ég held að allir hafi verið meðvitaðir um það að ég myndi vilja prófa eitthvað nýtt. Auðvitað eru tilfinningar í þessu en innst inni held ég að allir hafi skilning fyrir þessu," segir Daníel sem er mjög sáttur með sína ákvörðun.

„Þetta er frábær hópur og geggjað lið. Svo ég er bara sáttur."
Athugasemdir
banner
banner