,,Þetta var þægileikur, fyrri hálfleikur var tiltölulega rólegur af okkar hálfu og þetta var stál í stál. Svo komum við í seinni hálfleikinn og náum að setja tvö mjög snemma og þegar þeir fá rautt spjald var þetta bara búið," sagði Kristinn Freyr Sigurðsson leikmaður Vals eftir 3-0 sigur á Selfossi í Lengjubikarnum í kvöld.
,,Þetta var tiltölulega þægilegt í seinni hálfleik. Ég spilaði ekki fyrri hálfleikinn en í seinni hálfleik var þetta þægilegt," bætti Kristinn við en hann skoraði annað og þriðja mark Vals í kvöld, það síðara glæsilegt með skoti í þverslá og inn.
,,Það er fínt að koma inn og skora tvö. Þá kannski setur hann mig ekki á bekkinn í næsta leik. Ég vil ekki sitja á bekknum, frekar en allir hinir í liðinu. En ég verð bara að spila vel þegar ég kem inná, það er það eina sem dugar."
,,Ég var aðallega farinn að hugsa um næsta leik, og að ég yrði ekki á bekknum þá. Sama á móti hverjum við lendum þá vil ég ekki sitja á bekknum þá. Ég kom skilaboðunum áleiðis í leiknum og svo með þessu viðtali. Ég vona að Maggi horfi á þetta."
Nánar er rætt við Kristinn Frey í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir























