Man Utd hefur engan áhuga á Ramos - Tottenham reynir að selja Bissouma - Bayern ætlar að ræða við Guehi
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
banner
   fim 12. maí 2022 22:34
Haraldur Örn Haraldsson
Eiður Ben: Ég þoli ekki að tapa á móti Alfreð
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Eiður Benedikt Eiríksson þjálfari Þróttur Vogum var frekar svekktur eftir að hafa tapað fyrir Grindavík í kvöld 3-0.


Lestu um leikinn: Grindavík 3 -  0 Þróttur V.

„Mér líður bara illa skiluru það er bara alltaf leiðinlegt að tapa sérstaklega að tapa á móti Alfreð ég þoli það ekki"

Þetta er fyrsti leikur þessara granna í 7 ár og Eiður var ekkert sérlega ánægður með að hafa tapað honum.

„Já klárlega leiðinlegt að tapa honum og við reyndum aðeins að láta menn átta sig á því að þetta væri grannaslagur. Það er náttúrulega margir nýir leikmenn hjá okkur sem að kannski þekkja ekki alveg söguna og þetta er svona stóri bróðir á móti litla bróður. Reyndum að láta menn aðeins átta sig á því en já það er bara alltaf fúlt að tapa sama á móti hverjum það er."

Grindavík hefur nú tapað báðum sínum leikjum á tímabilinu 3-0 en Eiður er enn bjartsýnn fyrir komandi leikjum.

„Það eru bara 2 leikir búnir og það eru 20 eftir. Þetta er kannski aðeins öðruvísi leikur heldur en sá síðasti mér fannst við vera inn í leiknum allan tímann. Alveg fram að 90. mínútu þegar þeir skora þriðja markið þegar við vorum enn að leita að marki. Þannig mér fannst þetta ekki alveg eins leikur. Leikurinn síðasti var bara búinn á 10 mínútna kafla í byrjun seinni hálfleiks en þetta var svona leikur allan tíman þannig kannski ekkert hægt að bera þessa 2 leiki saman."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan en þar talar Eiður meira um spilamennsku síns liðs.


Athugasemdir
banner