Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, var auðvitað virkilega glaður eftir glæsilegan 2-1 sigur gegn Tékkum í kvöld. Tékkar komust í 1-0 í seinni hálfleik en eftir það vöknuðu Íslendingar heldur betur til lífsins og komu til baka og unnu 2-1.
Lestu um leikinn: Ísland 2 - 1 Tékkland
„Þetta var virkilega góður og sætur sigur, baráttan og íslenska geðveikin skóp þennan sigur. Við vissum að við værum alltaf að fara að skora. Við héldum áfram eftir að þeir skoruðu."
„Við ætluðum að keyra á þá strax, við ætluðum að fá mark á þá eins fljótt og hægt var og við gerðum það."
„Við ætluðum að bæta fyrir leikinn úti og við gerðum það."
Aron Einar jafnaði leikinn og þakkar m.a árunum sínum með Þór fyrir það.
„Ég er nú ekki kominn með mörg, það segir sig sjálft í rauninni. Ég spilaði striker í gamla daga, ég ákvað að skalla hann niður, hann fór í fjærhornið og ég er virkilega sáttur."
Aron Einar þóttist kveinka sér í öxlinni á blaðamannafundi fyrir leik en öxlin er í lagi hjá honum.
„Ég er ágætur, það var bara djók, ég ákvað að spila aðeins á þá."
Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir

























