Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
banner
   lau 12. júní 2021 19:57
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Vill nota sigurinn sem þáttaskil - „Verið algjört vesen hingað til"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningin er ótrúlega góð, það er langt síðan síðast þannig þetta er mjög sætt ," sagði Tristan Freyr Ingólfsson, maður leiksins, eftir sigur Stjörnunnar gegn Val í kvöld.

Hljóðgæðin í viðtalinu eru ekki frábær en myndband fylgir samt með. Vindur og tónlist setja smá svip á viðtalið.

Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  1 Valur

„Við ákváðum að mæta þeim uppi, það er svona það helsta sem við ræddum í hálfleik." Tristan vann boltann í tvígang ofarlega á vellinum og kom í kjölfarið með stoðsendingar.

„Hilmar er alltaf að tala við mig, að hann sé alltaf í þessu svæði þarna og verður svolítið pirraður ef hann fær hann ekki. Maður þarf bara að líta upp og finna menn."

Sástu hlaupið Heiðar í hlaupinu í seinna markinu? „Ég svona setti boltann bara í svæði, myndi segja það."

Hversu ljúft er að hafa snúið þessu við strax í byrjun seinni hálfleik?

„Þetta er bara geggjað, við notum þetta bara til að snúa tímabilinu við, sem hefur verið algjört vesen hingað til," sagði Tristan.

Hver var lykillinn að sigrinum? „Ég er mjög sáttur, þetta var bara samvinna númer eitt, tvö og þrjú. Við hlupum fyrir hvorn annan og börðumst allan tímann."

Munu fleiri svona frammistöður ná í fleiri sigra? „Það hlýtur að vera, trúi ekki öðru," sagði Tristan að lokum.
Athugasemdir
banner