Oscar Bobb, Marc Guehi, Sandro Tonali, Federico Chiesa og fleiri koma við sögu
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
banner
   lau 12. júní 2021 19:57
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Vill nota sigurinn sem þáttaskil - „Verið algjört vesen hingað til"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningin er ótrúlega góð, það er langt síðan síðast þannig þetta er mjög sætt ," sagði Tristan Freyr Ingólfsson, maður leiksins, eftir sigur Stjörnunnar gegn Val í kvöld.

Hljóðgæðin í viðtalinu eru ekki frábær en myndband fylgir samt með. Vindur og tónlist setja smá svip á viðtalið.

Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  1 Valur

„Við ákváðum að mæta þeim uppi, það er svona það helsta sem við ræddum í hálfleik." Tristan vann boltann í tvígang ofarlega á vellinum og kom í kjölfarið með stoðsendingar.

„Hilmar er alltaf að tala við mig, að hann sé alltaf í þessu svæði þarna og verður svolítið pirraður ef hann fær hann ekki. Maður þarf bara að líta upp og finna menn."

Sástu hlaupið Heiðar í hlaupinu í seinna markinu? „Ég svona setti boltann bara í svæði, myndi segja það."

Hversu ljúft er að hafa snúið þessu við strax í byrjun seinni hálfleik?

„Þetta er bara geggjað, við notum þetta bara til að snúa tímabilinu við, sem hefur verið algjört vesen hingað til," sagði Tristan.

Hver var lykillinn að sigrinum? „Ég er mjög sáttur, þetta var bara samvinna númer eitt, tvö og þrjú. Við hlupum fyrir hvorn annan og börðumst allan tímann."

Munu fleiri svona frammistöður ná í fleiri sigra? „Það hlýtur að vera, trúi ekki öðru," sagði Tristan að lokum.
Athugasemdir
banner