Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
banner
   lau 12. júní 2021 19:57
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Vill nota sigurinn sem þáttaskil - „Verið algjört vesen hingað til"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningin er ótrúlega góð, það er langt síðan síðast þannig þetta er mjög sætt ," sagði Tristan Freyr Ingólfsson, maður leiksins, eftir sigur Stjörnunnar gegn Val í kvöld.

Hljóðgæðin í viðtalinu eru ekki frábær en myndband fylgir samt með. Vindur og tónlist setja smá svip á viðtalið.

Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  1 Valur

„Við ákváðum að mæta þeim uppi, það er svona það helsta sem við ræddum í hálfleik." Tristan vann boltann í tvígang ofarlega á vellinum og kom í kjölfarið með stoðsendingar.

„Hilmar er alltaf að tala við mig, að hann sé alltaf í þessu svæði þarna og verður svolítið pirraður ef hann fær hann ekki. Maður þarf bara að líta upp og finna menn."

Sástu hlaupið Heiðar í hlaupinu í seinna markinu? „Ég svona setti boltann bara í svæði, myndi segja það."

Hversu ljúft er að hafa snúið þessu við strax í byrjun seinni hálfleik?

„Þetta er bara geggjað, við notum þetta bara til að snúa tímabilinu við, sem hefur verið algjört vesen hingað til," sagði Tristan.

Hver var lykillinn að sigrinum? „Ég er mjög sáttur, þetta var bara samvinna númer eitt, tvö og þrjú. Við hlupum fyrir hvorn annan og börðumst allan tímann."

Munu fleiri svona frammistöður ná í fleiri sigra? „Það hlýtur að vera, trúi ekki öðru," sagði Tristan að lokum.
Athugasemdir
banner
banner