Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Atletico hefur áhuga á Rashford
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
   fös 12. júlí 2024 20:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Dreymdi um 1-0 sigur en fékk meira - „Ég er orðin sveitt aftur"
Icelandair
Hildur í baráttunni í kvöld.
Hildur í baráttunni í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Tilfinningin er ólýsanleg. Ég er svo stolt af liðinu að hafa náð þessu markmiði," sagði Hildur Antonsdóttir, leikmaður Íslands, eftir 3-0 sigur gegn Þýskalandi í kvöld.

Lestu um leikinn: Ísland 3 -  0 Þýskaland

Ísland hefur spilað nokkrum sinnum við Þýskaland upp á síðkastið og alltaf tapað, en það breyttist í kvöld.

„Við erum búnar að horfa á endalaust af myndböndum og búnar að spila við þær þrisvar á síðasta árinu. Við vitum hvað veikleika þær eru með og hverjir styrkleikar þeirra eru. Við náðum að loka vel á styrkleikana og nýta okkur þeirra veikleika. Við höfum verið að finna augnablikin í síðustu leikjum en það hefur ekki dottið með okkur. Núna nýttum við öll okkar færi."

Voru þessi úrslit eitthvað sem þú sást í draumum þínum?

„Draumurinn var 1-0 og 3-0 er því bara geggjað," sagði Hildur og hló. Það verður fagnað vel í kvöld en svo er það Pólland á þriðjudaginn.

„Við fögnum í kvöld. Við erum búnar að vera að dansa og syngja. Ég er orðin sveitt aftur. Við tökum stöðuna á morgun en þetta hefur alltaf verið draumamarkmiðið og það er geggjað að ná því."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner