Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
Venni: Get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   fös 12. júlí 2024 20:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Dreymdi um 1-0 sigur en fékk meira - „Ég er orðin sveitt aftur"
Icelandair
Hildur í baráttunni í kvöld.
Hildur í baráttunni í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Tilfinningin er ólýsanleg. Ég er svo stolt af liðinu að hafa náð þessu markmiði," sagði Hildur Antonsdóttir, leikmaður Íslands, eftir 3-0 sigur gegn Þýskalandi í kvöld.

Lestu um leikinn: Ísland 3 -  0 Þýskaland

Ísland hefur spilað nokkrum sinnum við Þýskaland upp á síðkastið og alltaf tapað, en það breyttist í kvöld.

„Við erum búnar að horfa á endalaust af myndböndum og búnar að spila við þær þrisvar á síðasta árinu. Við vitum hvað veikleika þær eru með og hverjir styrkleikar þeirra eru. Við náðum að loka vel á styrkleikana og nýta okkur þeirra veikleika. Við höfum verið að finna augnablikin í síðustu leikjum en það hefur ekki dottið með okkur. Núna nýttum við öll okkar færi."

Voru þessi úrslit eitthvað sem þú sást í draumum þínum?

„Draumurinn var 1-0 og 3-0 er því bara geggjað," sagði Hildur og hló. Það verður fagnað vel í kvöld en svo er það Pólland á þriðjudaginn.

„Við fögnum í kvöld. Við erum búnar að vera að dansa og syngja. Ég er orðin sveitt aftur. Við tökum stöðuna á morgun en þetta hefur alltaf verið draumamarkmiðið og það er geggjað að ná því."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner