mið 12. ágúst 2020 13:15
Elvar Geir Magnússon
Mirror telur Bayern líklegast til að vinna Meistaradeildina
Vinnur Bayern Meistaradeildina?
Vinnur Bayern Meistaradeildina?
Mynd: Getty Images
Quique Setien.
Quique Setien.
Mynd: Getty Images
Mirror hefur styrkleikaraðað liðunum átta sem leika í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Horft er á gírinn sem liðin eru á einmitt núna.

Bayern München, með sjóðheitan Robert Lewandowski, er talið líklegasta liðið til að taka titilinn eftirsótta og Manchester City er númer tvö.

Athygli vekur að Barcelona er aðeins númer fimm á listanum en það hefur verið ólga innan herbúða liðsins og talað um að Quique Setien sé á barmi þess að vera rekinn.

Líklegustu liðin samkvæmt Mirror:
1. Bayern München
2. Manchester City
3. Paris Saint-Germain
4. Atletico Madrid
5. Barcelona
6. RB Leipzig
7. Atalanta
8. Lyon

8-liða úrslitin:
12. ágúst: Atalanta - PSG
13. ágúst: RB Leipzig - Atletico Madrid
14. ágúst: Barcelona - Bayern München
15. ágúst: Man City - Lyon

Undanúrslit:
18. ágúst: RB Leipzig/Atletico - Atalanta/PSG
19. ágúst: Man City/Lyon - Barcelona/Bayern

Úrslitaleikur: 23. ágúst
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner