Filip Kostic er orðinn nýr leikmaður Juventus og miklar líkur á að félaginu takist að skrá hann í tæka tíð fyrir fyrstu umferð tímabilsins í Serie A. Juve tekur á móti Sassuolo í lokaleik umferðarinnar á mánudagskvöldið.
Kostic stóðst læknisskoðun í gær og skrifaði í kjölfarið undir þriggja ára samning.
Kostic er 29 ára gamall og leikur ýmist sem vinstri vængbakvörður eða kantmaður en getur einnig leikið hægra megin.
Hann var í lykilhlutverki er Eintracht Frankfurt vann Evrópudeildina á síðustu leiktíð og hefur í heildina komið að 97 mörkum í 171 leik fyrir félagið.
Kostic á 48 landsleiki að baki fyrir serbneska landsliðið en hefur aðeins skorað þrjú mörk í þeim og gefið níu stoðsendingar.
Juventus greiðir 16 milljónir evra fyrir Kostic og mun lána vinstri bakvörðinn Luca Pellegrini til Frankfurt í eitt ár. Pellegrini er 23 ára gamall og á leiki að baki fyrir Roma, Cagliari og Genoa auk Juventus.
Pellegrini spilaði mikið með yngri landsliðum Ítalíu en hefur aðeins tekið þátt í einum A-landsleik.
Visite mediche 🏃 pic.twitter.com/tzMBBwQNsj
— JuventusFC (@juventusfc) August 11, 2022
Filip Kostić è atterrato a Torino 🛬 pic.twitter.com/REqIHsPSVn
— JuventusFC (@juventusfc) August 11, 2022