Liverpool hefur áhuga á Gomes - Yamal fær nýjan samning - Sean Dyche íhugar markvarðarbreytingu
   mán 12. ágúst 2024 09:05
Elvar Geir Magnússon
De Ligt og Mazraoui í læknisskoðun hjá Man Utd
Matthijs de Ligt og Noussair Mazraoui.
Matthijs de Ligt og Noussair Mazraoui.
Mynd: Getty Images
Matthijs de Ligt og Noussair Mazraoui, varnarmenn Bayern München, eru báðir á leið í læknisskoðun í aðdraganda félagaskipta til Manchester United.

Aaron Wan-Bissaka varnarmaður Manchester United er líka á leið í læknisskoðun en hann er að ganga í raðir West Ham.

Erik ten Hag vill efla varnarleik United en liðið var í miklum meiðslavandræðum á því svæði á síðasta tímabili.

De Ligt er 25 ára hollenskur miðvörður sem hefur spilað fyrir Juventus og Ajax. Mazraoui er marokkóskur bakvörður sem var einig hjá Ajax.
Athugasemdir
banner
banner
banner